Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. júní 2021 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viðræður Young og Aston Villa á lokastigi
Mynd: Getty Images
Það bendir allt til þess að Ashley Young verði leikmaður Aston Villa á næstu leiktíð. Sky Sports greinir frá því að viðræður þeirra á milli séu á lokastigi og að Young muni gangast undir læknisskoðun í dag.

Hinn 35 ára gamli Young, sem verður 36 í júlí, er að skrifa undir eins árs samning við Villa með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Young varð Ítalíumeistari með Inter á síðustu leiktíð og er að snúa aftur til síns fyrrum félags sem hann lék fyrir í fjögur ár frá 2007 til 2011.

Young fékk samningstilboð frá tveimur af sínum fyrrum félögum því nýliðar Watford vildu líka fá hann í sínar raðir. Inter vildi þá halda Young í eitt ár í viðbót og bauð Burnley honum einnig samning.

Young virðist þó hafa valið Aston Villa þar sem hann mun spila með skemmtilegu liði sem inniheldur meðal annars Jack Grealish, Bertrand Traore og Ollie Watkins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner