Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   lau 17. júlí 2021 20:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég dýfði svona"
Sindri var frábær í dag.
Sindri var frábær í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tryggva Guðmunds hlaup á fjær.
Tryggva Guðmunds hlaup á fjær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjög sætt, alltaf gaman að vinna, sérstaklega á heimavelli. Þetta var langþráð, langt síðan síðast þannig auðvitað var þetta helvíti sætt."

Áttum nokkur lög inni
Sigurinn er annar sigur ÍA í deildinni í sumar. Eins og Sindri segir var sigurinn langrþráður og það mátti heyra fagnaðarlætin innan úr klefa Skagamanna.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

„Þetta er helvíti skemmtilegur hópur, við erum búnir að bíða lengi eftir þessu, áttum nokkur lög inni og við erum að reyna klára þau."

„Við tengdum saman að ekki bara 2-3 leikmenn séu á pari, við erum að fá fimmtán góðar frammistöður. Það hjálpar helvíti mikið ef það eru fleiri en 3-4 'on' á sama tíma."

„Við vorum staðráðnir í að spyrna aðeins frá botninum, það var ekki annað hægt þar sem við erum langneðstir. Við þurfum að reyna klífa töfluna aðeins og byrja á því að ná liðunum fyrir ofan okkur."

„Þetta var klárlega besta frammistaðan okkar í sumar, þannig við getum byggt ofan á þetta."


Tryggva Guðmunds hlaup á fjær
Sindri átti stóran þátt í seinna mark ÍA og var beðinn um að lýsa því.

„Langt innkast, Tryggva Guðmunds hlaup á fjær, skýt undir markmanninn og ég vil meina að hann hafi verið kominn inn. Ég ætla að fá þetta skráð takk."

Sindri átti skot sem Johannes Vall henti sér fyrir og þaðan fór boltinn í netið, skotið var á leiðinni framhjá miðað við þær endursýningar sem fréttaritari hefur séð.

Sleit reimina og þess vegna dýfði Sindri sér
Á 59. mínútu féll Sindri með miklum tilþrifum eftir návígi við Almar Ormarsson. Hann var spurður út í hvað hafi gerst í því atviki.

„Þegar hann sleit reimina á skonum? Hann tók reimina alveg upp og ég þurfti að fara úr skónum að laga skóinn. Ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég dýfði svona. Ég var að reyna hoppa upp úr tæklingunni en hann tók reimina þannig að ég þurfti að laga skóinn," sagði Sindri.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir