Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 17. ágúst 2018 22:37
Silja Runólfsdóttir
Óli: Það bara gekk hjá þeim í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var margt gott í dag en endanleg úrslit voru ekki góð þannig að það erum við ósátt með en margt í leiknum hjá okkur var fínt," sagði Óli svekktur eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Breiðablik

Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og þær fengu nokkur góð færi.

„Við byrjum leikinn mjög vel og svo fáum við þetta mark á okkur sem kemur upp úr hraðaupphlaupi hjá þeim og þá dettur þetta aðeins niður þegar þær skora úr föstu leikatriði en síðan tökum við yfir leikinn aftur og erum mun sterkari það sem eftir er fyrri hálfleiks".

„Við vorum sterkari aðilinn í seinni hálfleik en náum ekki að vera nógu skynsöm í lokasendingunum og þegar þú ert kominn inn í teig og því fór sem fór."

„Menn eru bara spenntir og vilja hafa gaman af þessu og gera mikið en að það kannski vantaði aðeins að anda í kviðinn og velja skynsamlega en það var bara ákafi og menn vildu klára þannig það gerist svoleiðis stundum, stundum heppnast þetta og stundum ekki og það heppnaðist ekki nógu oft í dag."

Stjarnan er með reynslumikið lið og marga stóra leikmenn sem lítið sáust í leiknum í dag.

„Flest allt liðið stóð sig vel, hópurinn stóð sig vel og þeir sem komu inn á stóðu sig vel. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og þetta datt með einu marki öðru hvoru megin og þannig eru þessir leikir búnir að vera á móti Breiðablik þó ég sé hundfúll að þetta detti þeirra megin í dag. Mér fannst það ekki gefa sanngjarna mynd af leiknum en það hefði kannski ekkert verið sanngjarnara, ef þetta hefði farið jafntefli hefðu kannski allir verið glaðir upp á það að gera en það bara gekk hjá þeim í dag."

Óli var ánægður með liðið sitt í dag og hafði allan tímann trú á sínu liði að koma til baka enda oft áður séð svartari stöðu.

Harpa Þorsteinsdóttir meiddist snemma í seinni hálfleik en meiðslin litu ekki vel út og Harpa virtist sárþjáð. Aðspurður um líðan Hörpu sagði Óli: „Staðan á henni er að henni er bara illt í hnénu, maður sér það aldrei fyrr en eftir nokkra daga hver staðan á því er þannig við verðum að vera bara þolinmóð og hugsa vel um hana og sjá hvað gerist eftir helgi."

Óli segir liðið í stuði þó Menninganótt verði mögulega ekki eins skemmtileg eftir þessi úrslit, þau horfi á einn leik í einu og þær verði klárar á mánudag fyrir næsta leik.

Viðtalið í heild má sjá hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner