Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fös 17. ágúst 2018 22:37
Silja Runólfsdóttir
Óli: Það bara gekk hjá þeim í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var margt gott í dag en endanleg úrslit voru ekki góð þannig að það erum við ósátt með en margt í leiknum hjá okkur var fínt," sagði Óli svekktur eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Breiðablik

Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og þær fengu nokkur góð færi.

„Við byrjum leikinn mjög vel og svo fáum við þetta mark á okkur sem kemur upp úr hraðaupphlaupi hjá þeim og þá dettur þetta aðeins niður þegar þær skora úr föstu leikatriði en síðan tökum við yfir leikinn aftur og erum mun sterkari það sem eftir er fyrri hálfleiks".

„Við vorum sterkari aðilinn í seinni hálfleik en náum ekki að vera nógu skynsöm í lokasendingunum og þegar þú ert kominn inn í teig og því fór sem fór."

„Menn eru bara spenntir og vilja hafa gaman af þessu og gera mikið en að það kannski vantaði aðeins að anda í kviðinn og velja skynsamlega en það var bara ákafi og menn vildu klára þannig það gerist svoleiðis stundum, stundum heppnast þetta og stundum ekki og það heppnaðist ekki nógu oft í dag."

Stjarnan er með reynslumikið lið og marga stóra leikmenn sem lítið sáust í leiknum í dag.

„Flest allt liðið stóð sig vel, hópurinn stóð sig vel og þeir sem komu inn á stóðu sig vel. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og þetta datt með einu marki öðru hvoru megin og þannig eru þessir leikir búnir að vera á móti Breiðablik þó ég sé hundfúll að þetta detti þeirra megin í dag. Mér fannst það ekki gefa sanngjarna mynd af leiknum en það hefði kannski ekkert verið sanngjarnara, ef þetta hefði farið jafntefli hefðu kannski allir verið glaðir upp á það að gera en það bara gekk hjá þeim í dag."

Óli var ánægður með liðið sitt í dag og hafði allan tímann trú á sínu liði að koma til baka enda oft áður séð svartari stöðu.

Harpa Þorsteinsdóttir meiddist snemma í seinni hálfleik en meiðslin litu ekki vel út og Harpa virtist sárþjáð. Aðspurður um líðan Hörpu sagði Óli: „Staðan á henni er að henni er bara illt í hnénu, maður sér það aldrei fyrr en eftir nokkra daga hver staðan á því er þannig við verðum að vera bara þolinmóð og hugsa vel um hana og sjá hvað gerist eftir helgi."

Óli segir liðið í stuði þó Menninganótt verði mögulega ekki eins skemmtileg eftir þessi úrslit, þau horfi á einn leik í einu og þær verði klárar á mánudag fyrir næsta leik.

Viðtalið í heild má sjá hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner