Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
banner
   mán 17. september 2018 20:31
Hulda Mýrdal
Ray: Þá held ég að Grindavík verði með mjög gott lið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ray þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur yfir 2-1 tap í kvöld fyrir KR. Grindavík þurfti á sigri að halda til að eiga séns á að halda sér uppi. Grindavík spilar því í 1.deild að ári

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Grindavík

Fyrstu viðbrögð eftir að liðið er fallið niður um deild?
"Mjög svekkjandi. Fannst stelpurnar spila mjög vel í dag og örugglega með þeim betri leikjum sem við höfum spilað í sumar en það dugði bara ekki til. Við náðum ekki að koma inn jöfnunarmarki á þær. Og þær mega alveg vera stoltar af frammistöðunni sinni. Þær eru ungar og efnilegar og ef kjarninn helst til næstu ára þá held ég að Grindavík verði með mjög gott lið."

Nú fenguð þið fjölda mörg færi í dag "Hún var mjög góð markmaðurinn þeirra. Stundum er bara nóg að setja hann aðeins til hliðar en við vorum oft að skjóta beint á hana. Hún var þrælgóð í markinu"

Þegar KR skorar markið í fyrri hálfleik þá þurfið þið að setja tvö. Fannstu fyrir einhverju vonleysi í þínu liði?
"Nei það kom aukakraftur og bara einsog ég segi vantaði bara að setja boltann yfir línuna. Þær reyndu og reyndu og reyndu og bara mjög góðar í dag."

Ef að litið er yfir tímabilið þá gerið þið 4 jafntefli, það er að reynast dýrt núna
"Mjög. Mjög dýrt. Það voru leikir sem við hefðum getað fengið meira en eitt stig."

Vegna tæknilegra örðugleika náðist endirin á viðtalinu ekki á upptöku

Athugasemdir
banner