Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 17. september 2018 20:31
Hulda Mýrdal
Ray: Þá held ég að Grindavík verði með mjög gott lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ray þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur yfir 2-1 tap í kvöld fyrir KR. Grindavík þurfti á sigri að halda til að eiga séns á að halda sér uppi. Grindavík spilar því í 1.deild að ári

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Grindavík

Fyrstu viðbrögð eftir að liðið er fallið niður um deild?
"Mjög svekkjandi. Fannst stelpurnar spila mjög vel í dag og örugglega með þeim betri leikjum sem við höfum spilað í sumar en það dugði bara ekki til. Við náðum ekki að koma inn jöfnunarmarki á þær. Og þær mega alveg vera stoltar af frammistöðunni sinni. Þær eru ungar og efnilegar og ef kjarninn helst til næstu ára þá held ég að Grindavík verði með mjög gott lið."

Nú fenguð þið fjölda mörg færi í dag "Hún var mjög góð markmaðurinn þeirra. Stundum er bara nóg að setja hann aðeins til hliðar en við vorum oft að skjóta beint á hana. Hún var þrælgóð í markinu"

Þegar KR skorar markið í fyrri hálfleik þá þurfið þið að setja tvö. Fannstu fyrir einhverju vonleysi í þínu liði?
"Nei það kom aukakraftur og bara einsog ég segi vantaði bara að setja boltann yfir línuna. Þær reyndu og reyndu og reyndu og bara mjög góðar í dag."

Ef að litið er yfir tímabilið þá gerið þið 4 jafntefli, það er að reynast dýrt núna
"Mjög. Mjög dýrt. Það voru leikir sem við hefðum getað fengið meira en eitt stig."

Vegna tæknilegra örðugleika náðist endirin á viðtalinu ekki á upptöku

Athugasemdir
banner
banner
banner