Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   sun 17. september 2023 10:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona hefur áhuga á Sancho - Alonso til Madrid eða Munchen?
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd:
Mynd:

Sunnudagsslúðrið er komið í hús. BBC tók saman af öllum helstu miðlum heims. Sancho, De Bruyne, Partey, Ronaldo, Ödegaard, Pogba og fleiri koma við sögu.


Barcelona hefur áhuga á að fá enska vængmanninn Jadon Sancho, 23, frá Manchester United en framtíð hans á Old Trafford er í mikilli óvissu. (Sport)

Manchester City mun ekki hefja viðræður við Kevin de Bruyne um nýjan samning fyrr en hann kemur til baka úr erfiðum meiðslum á læri. Núgildandi samningur hans rennur út sumarið 2025. (Star)

Thomas Partey leikmaður Arsenal og landsliðs Gana gæti verið á förum frá félaginu í janúar og þykir Juventus líklegur áfangastaður. (Football Insider)

Sheffield United er með augastað á Chris Wilder til að taka við af Paul Heckingbottom eftir tapið gegn Tottenham í gær. (Mail)

Arsenal og Martin Ödegaard eru nálægt því að ná samkomulagi um nýjan samning fyrir norska miðjumanninn en hann mun fá yfir 200 þúsund pund í vikulaun. (Football Insider)

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo, 38, hefur kært Juventus og krefst 17 miljón punda sem hann á inni í laun á Covid tímabilinu. (Gazzette dello Sport)

Everton vill enn fá Wilfried Gnonto, 19, sóknarmann Leeds en liðinu mistókst að næla í hann í sumar. (Football Insider)

Bayern Munchen og Real Madrid munu berjast um að ráða Xabi Alonso sem stjóra næsta sumar. Hann er fyrrum landsliðsmann spánar og núverandi stjóra Bayer Leverkusen. (Mundo Deportivo)

Dinamo Zagreb ætlar að reyna fá Luka Modric, 38, frá Real Madrid í janúar en hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá liðinu. (90min)

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid segir að spænska félagið vilji framlengja samninginn við Modric. (Fabrizio Romano)

Paul Pogba féll á lyfjaprófi á dögunum. Juventus gæti rift samningnum hans en það fer eftir niðurstöðum úr rannsókn á málinu. (Fabrizio Romano)

Conor Gallagher er ánægður hjá Chelsea en Tottenham ætlar að reyna að næla í þennan 23 ára gamla enska miðjumann í janúar. (Football Insider)

Engar viðræður eru hafnar milli Barcelona og Frenkie de Jong um nýjan samning en núgildandi samningur hans rennur út árið 2026. (Marca)

Athletic Bilbao hefur ekki áhyggjur af því að Nico Williams muni skrifa undir nýjan samning þrátt fyrir að Barcelona hafi sýnt honum áhuga en samningur hans rennur út næsta sumar. (Sport)


Athugasemdir
banner
banner