banner
   lau 17. október 2020 20:10
Victor Pálsson
Lampard: Við misstum besta leikmann deildarinnar
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að félagið hafi misst besta leikmann Englands þegar Eden Hazard samdi við Real Madrid árið 2019.

Hazard var af mörgum talinn einn besti ef ekki besti leikmaður deildarinnar og spilaði með Chelsea í sjö ár.

Eftir brottför Hazard gat Chelsea ekki keypt leikmenn á móti eftir að hafa verið dæmt í félagaskiptabann.

„Að mínu mati þá misstum við örugglega besta leikmann deildarinnar. Við gátum ekkert gert á markaðnum og þurftum því að gefa allt á vellinum," sagði Lampard.

„Félögin sem stefna á topp sex gátu keypt á síðasta ári og gerðu það aftur í sumar. Þeir hafa náð að fá þá leikmenn til að aðlgast liðinu."

„Við erum að berjast við lið sem eru komin lengra en við og við viljum komast á sama stað, þau hafa byggt þessi lið í langan tíma."

Athugasemdir
banner
banner