Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 17. október 2020 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool og Chelsea vilja fá tvo frá Grimsby - Holloway bálreiður
Ian Holloway
Ian Holloway
Mynd: Getty Images
Ian Holloway er stjóri Grimsby Town. Stórliðin Liverpool og Chelsea hafa áhuga á tveimur ungum leikmönnum félagsins og er Holloway allt annað en sáttur.

Ungu leikmennirnir heita Louis Boyd og Ben Grist. Þeir eru fimmtán ára gamlir og voru í leikmannahópi Grimsby í bikarleik gegn Harrogate í síðasta mánuði. TheAtlhletic greindi fyrst frá áhuga stórliðanna á leikmönnunum.

Holloway finnst félögin fara vafasamar leiðir í því að reyna fá leikmennina til sinna raða.

„Kemur mér áhuginn á óvart? Nei það gerir hann ekki. Er ég reiður vegna hans? Já," sagði Holloway við Grimsby Live.

„Stóru félögin sem vilja taka yfir fótboltann. Þau geta stolið þessum leikmönnum mjög, mjög ódýrt því það hentar þeim er það ekki?"

„Þessi félög eru með akademíur því þau eiga nóg af peningum og eru í A-flokki. Þess vvegna geta þau tekið þessa stráka frá mér. Ég vil spila þeim hér þegar þeir eru fimmtán ára en munu þeir nokkur tímann spila fyrir þessi stórlið? Ég mun bíða og sjá."

„Mér þykir vænt um þessa stráka og ég vil koma þeim í liðið hjá þeim. Ég mun kenna þeim eins vel og þessi félög myndu gera, jafnvel betur að mínu mati,"
sagði Holloway.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner