Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   sun 18. febrúar 2024 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel svaraði spurningum: Get ekki álasað leikmönnum
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, þjálfari Þýskalandsmeistara FC Bayern, svaraði spurningum nokkru eftir 3-2 tap gegn fallbaráttuliði Bochum í þýsku deildinni í dag.

FC Bayern afbókaði fréttamannafund Tuchel eftir leikinn en hann svaraði svo spurningum frá fréttamanni DAZN.

„Þetta tap var ekki sanngjarnt, það féll allt gegn okkur. Við gjörsamlega stjórnuðum leiknum og fengum fimm eða sex dauðafæri eftir að hafa lent undir upp úr þurru," sagði svekktur Tuchel.

„Ef við spilum þennan leik fimm sinnum með þessari frammistöðu þá myndum við vinna öll fimm skiptin. Ég get ekki álasað leikmönnum fyrir frammistöðuna. Þeir lögðu sig alla fram og gáfu aldrei upp vonina."

Fjölmiðlar telja starf Tuchel við stjórnvöl Bayern vera í hættu, en hann tók við félaginu í mars í fyrra og hefur tapað 11 af 44 leikjum sem þjálfari stórveldisins.

„Ég finn fyrir stuðningi frá stjórninni, ég á í góðum samskiptum við stjórnendur og hef fulla trú á því að ég og þjálfarateymið mitt getum snúið þessari stöðu við."

Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar eftir þetta tap, átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen.

Jan-Christian Dreesen, framkvæmdastjóri FC Bayern, staðfesti eftir leikinn að starf Tuchel væri ekki í hættu í bili. Hann verður á hliðarlínunni í næsta leik gegn RB Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner