Real Madrid vill Konate - Arsenal ætlar að fá sóknarmann - Höjlund á óskalista Inter
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
Heimir: Þá fer þetta að verða eins og umræðan var árið 2022
Elmar Atli: Maður var búinn að bíða eftir þessu
Auður: Gaman að ná að vinna Þrótt sem voru taplausar í deildinni
Haddi: Gjörsamlega óþolandi hvað sumir mega öskra inn á völlinn
Óli Kristjáns: Ábyrgðin á mér og stelpunum
„Við komumst út úr þessu það er klárt mál"
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Óskar Smári: Ótrúlega stoltur af liðinu mínu í dag
Murielle Tiernan: Eina sem þú þarft að gera er að setja hann inn
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
   sun 18. maí 2025 22:56
Sölvi Haraldsson
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Mynd: Afturelding
„Mér fannst við sýna góðan anda í leiknum. Við vorum 2-0 undir og það leit út eins og leikurinn væri búinn. Frábær karakter að koma til baka og vinna leikinn.“ sagði Benjamin Stokke, nýjasti leikmaður Aftureldingar, sem skoraði tvö mörk í kvöld í 4-3 sigri á KR.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 KR

Stokke er ánægður með karakterinn sem liðið sýndi í dag.

„Það er auðvelt að hugsa að leikurinn sé búinn í stöðunni 2-0. Mjög mikilvæg tímasetning að minnka muninn í 2-1. Það sýnir að við getum gert þetta með eins marks mun og strákarnir héldu áfram að berjast og sýndu að allt er hægt.“

Það skiptir mestu máli að liðið vinni en ekki að Stokke skori segir hann.

„Það er mikill léttir að hafa skorað fyrsta markið mitt fyrir liðið og hjálpað liðinu að vinna í dag. Það skiptir mestu máli. Það skiptir ekki máli að ég skori.“

Benjamin Stokke hefur spilað með Breiðablik áður þar sem hann fékk ekki alltaf að spila eins lengi og hann vildi en hann fær það hugsanlega núna aðeins oftar.

„Mér líður vel og ég finn fyrir trausti. Ég veit að ég sé að fara að spila meira en 50 mínútur svo ég nýt þess mikið.“

Er Stokke með einhver markmið fyrir sumarið?

„Markmiðið er að halda okkur uppi en við erum búnir að sýna það að við getum spilað góðan fótbolta. Við tökum þetta skref fyrir skref og sjáum hvert við förum.“

Viðtalið við Stokke má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir