Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fim 18. júlí 2013 21:52
Magnús Þór Jónsson
Kristinn: Ég met möguleikana 50 - 50
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Kristinn Jónsson var að mati pistlahöfunds besti leikmaður Blika í leik þeirra gegn Sturm Graz í kvöld, óþreytandi bæði varnar- og sóknarlega.  Aðspurður hvort að næsta hlaup hans væri ekki ofan í ísbað var svarið:

Já ég býst bara alveg við því, næstu tveir dagar fara bara í að "recovera" og fara ofan í ísbaðið.



Kristinn var ánægður með að Blikar næðu að fylgja því leikskipulagi sem þeir lögðu upp með í kvöld.

Við færðum ekki nóg í byrjun, bæði hægra megin og vinstra megin en eftir fyrstu 15 mínúturnar fannst mér þeir ekki vera að valda neinum vandræðum.

Óli lagði leikinn gífurlega vel upp og ég vill meina að það hafi virkað mjög vel í þessum leik.


En kitlaði ekkert að koma framar á völlinn og reyna að setja mark á Sturm-menn?

Nei, við vorum búnir að ákveða fyrir leikinn að halda skipulagi, halda hreinu og vona að við næðum að breika á þá og skora.

En hvernig metur Kristinn möguleika Blika í seinni leiknum?

Ég myndi bara meta þetta 50 - 50 eftir frábær úrslit í dag.  Ef við náum að skora úti erum við í gífurlega góðum málum.

Nánar er rætt við Kristinn, t.d. um breytingu á leikskipulagi fyrir leikinn, ólíkum verkefnum Blika framundan og síðasta hluta leiksins þar sem þreytan fór að gera vart við sig hjá liðunum í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir