Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 18. júlí 2013 21:52
Magnús Þór Jónsson
Kristinn: Ég met möguleikana 50 - 50
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Kristinn Jónsson var að mati pistlahöfunds besti leikmaður Blika í leik þeirra gegn Sturm Graz í kvöld, óþreytandi bæði varnar- og sóknarlega.  Aðspurður hvort að næsta hlaup hans væri ekki ofan í ísbað var svarið:

Já ég býst bara alveg við því, næstu tveir dagar fara bara í að "recovera" og fara ofan í ísbaðið.



Kristinn var ánægður með að Blikar næðu að fylgja því leikskipulagi sem þeir lögðu upp með í kvöld.

Við færðum ekki nóg í byrjun, bæði hægra megin og vinstra megin en eftir fyrstu 15 mínúturnar fannst mér þeir ekki vera að valda neinum vandræðum.

Óli lagði leikinn gífurlega vel upp og ég vill meina að það hafi virkað mjög vel í þessum leik.


En kitlaði ekkert að koma framar á völlinn og reyna að setja mark á Sturm-menn?

Nei, við vorum búnir að ákveða fyrir leikinn að halda skipulagi, halda hreinu og vona að við næðum að breika á þá og skora.

En hvernig metur Kristinn möguleika Blika í seinni leiknum?

Ég myndi bara meta þetta 50 - 50 eftir frábær úrslit í dag.  Ef við náum að skora úti erum við í gífurlega góðum málum.

Nánar er rætt við Kristinn, t.d. um breytingu á leikskipulagi fyrir leikinn, ólíkum verkefnum Blika framundan og síðasta hluta leiksins þar sem þreytan fór að gera vart við sig hjá liðunum í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner