Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 18. ágúst 2019 18:33
Arnar Daði Arnarsson
Hreinskilinn Halldór Páll: Hef verið virkilega lélegur í sumar
Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV.
Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Benóný Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ansi hreinskilinn Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV sem mætti í viðtal eftir jafntefli liðsins gegn KA á heimavelli í 17. umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Halldór Páll var hetja liðsins er hann varði víti frá Hallgrími Mar Steingrímssyni á 94. mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 KA

„Ég hef verið virkilega lélegur í allt sumar og það sjá það allir sem horfa á leikina hjá okkur. Mér leið mjög vel allan leikinn og fyrir leikinn. Ég veit ekki hvort það sé vegna þess að það er engin pressa lengur. Mér fannst ég alltaf vita að ég væri að fara verja þetta víti," sagði Halldór Páll sem var ekkert að skafa af hlutunum. Hann segir margt spila inní frammistöðu hans og liðsins í sumar.

„Ég get ekki talið það allt upp. Það er rosalega margt sem er búið að vera í gangi, bæði hjá mér og hjá félaginu. Það hefur gengið mjög illa hjá mér í sumar og ég hef verið rosalega lélegur og það eru ýmsar ástæður fyrir því. Þetta er mest megnis allt mér að kenna hugsa ég."

Hann segir að Pedro Hipolito, fyrrum þjálfari ÍBV hafi ekki verið hans týpa og að Halldór hafi frá fyrsta degi viljað að Ian Jeffs yrði þjálfari liðsins.

„Ég vildi alltaf hafa Jeffs sem þjálfara, líka í upphafi undirbúningstímabilsins. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur að vera með hann. Pedro var flottur en hann var ekki alveg mín týpa."

En hvernig er það að undirbúa sig fyrir síðustu leiki liðsins þar sem allt bendir til þess að liðið sé á leið í Inkasso-deildina?

„Það hefur verið erfitt og við erum raunsæir með það að við erum í rauninni fallnir. Við ætlum að reyna enda þetta á góðum nótum og hafa þetta svolítið skemmtilegt. Ég held að það sé ekki einu sinni 200 áhorfendur sem mæta á leiki hjá okkur og við erum að spila leiðinlegan fótbolta og það gengur illa. Við ætlum að reyna enda þetta aðeins skemmtilegra."

„Við æfðum rosalega vel í allan veturinn og byrjuðum í nóvember að æfa tvisvar sinnum á dag og ég held að það sé að hafa rosalega mikil áhrif núna. Menn eru andlega búnir núna. Við sennilega æfðum of mikið og það er að koma niður á okkur núna. Við erum andlega búnir á því."

„Umræðan hefur verið mjög neikvæð. Það er ekkert sem hefur áhrif á okkur. Það lesa allir Fótbolti.net en ég held að þetta hafi engin áhrif á okkur þó svo að umræðan hafi verið mjög neikvæð," sagði Halldór Páll sem er staðráðinn í að vera áfram í Eyjum á næsta tímabili.

„Ég ætla fara aftur upp með ÍBV á næsta ári," sagði Halldór Páll að lokum.
Athugasemdir
banner