PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mán 18. ágúst 2025 22:59
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er auðvitað sáttur með úrslitin og stigin þrjú en ég var ekki yfir mig hrifinn af spilamennsku okkar í seinni hálfleik," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hans menn sigruðu Fram, 1-0.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 KR

KR-ingar lágu djúpt til baka seinasta hálftímann eða svon og þurftu að harka inn stigunum þremur.

„Seinustu 30-35 mínúturnar gáfum við Frömurum alltof mikið frumkvæði og urðum aðeins litlir í okkur og fórum að verja forystuna miklu fyrr en við ætluðum okkur. Þetta voru mikilvæg stig og það sást hér í leiksloki hve miklu máli þetta skiptir fyrir leikmenn í liðinu og fyrir okkur frábæru stuðningsmenn. Ég fer glaður á koddann."

Galdur Guðmundsson kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í dag, í fjarveru Aron Sigurðarsonar, og skoraði markið sem skildi liðin að.

„Galdur átti fína innkomu. Hann var hættulegur og skapaði marg oft hættu við teiginn hjá Fram. Hann á eftir að verða betri og Amin (Cosic) líka. Það tekur tíma fyrir þessa stráka og koma inn í þetta."

"Mér fannst takturinn sóknarlega vera mjög lélegur, sérstaklega í seinni hálfleik. Við erum að hreyfa liðið mikið og margir nýjir leikmenn það tekur tíma að byggja upp takt og skilning. Mér líður eins og það sé verkefnið núna í vikunni að finna aftur taktinn. Við vorum svolítið eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru og byrja að stíga á tærnar á hvort öðru fyrstu dansana."

Það er ólíkt liði Óskars Hrafns að liggja jafn djúpt til baka og KR liðið gerði í dag.

„Það er aldrei ætlunin hjá okkur að leggjast niður. Við áttum okkur á því að auðvitað koma tímar í leikjum þar sem góð lið ýta okkur niður. Fram er með frábært lið sem þeira hafa lagt gríðarlega mikið í. Það var ekki okkar ætlun að liggja svona lágt svona lengi, mér leið eins og þetta væru fjórir dagar. Við erum í fallbaráttu og þá hafa menn einhverja tilhneigingu að verja forystuna sína í stað þess að sækja áfram."

Það voru 1617 áhorfendur á leik kvöldsins og þar af voru mjög margir Vesturbæingar sem sungu og trölluðu allan leikinn.

„Ég er búinn að segja það áður í sumar að þetta eru bestu stuðningsmenn í deildinni og þú þarft að leita langt til að finna jafn góða stuðningsmenn. Mætingin eftir að við komum heim á Meistaravelli og svo mætingin í kvöld. Við höfum ekki gefið þeim nóga marga sumar og farið illa með taugakerfið þeirra, samt standa þeir með okkur. Gott að geta glatt þá."
Athugasemdir
banner
banner
banner