Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 18. ágúst 2025 22:59
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er auðvitað sáttur með úrslitin og stigin þrjú en ég var ekki yfir mig hrifinn af spilamennsku okkar í seinni hálfleik," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hans menn sigruðu Fram, 1-0.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 KR

KR-ingar lágu djúpt til baka seinasta hálftímann eða svon og þurftu að harka inn stigunum þremur.

„Seinustu 30-35 mínúturnar gáfum við Frömurum alltof mikið frumkvæði og urðum aðeins litlir í okkur og fórum að verja forystuna miklu fyrr en við ætluðum okkur. Þetta voru mikilvæg stig og það sást hér í leiksloki hve miklu máli þetta skiptir fyrir leikmenn í liðinu og fyrir okkur frábæru stuðningsmenn. Ég fer glaður á koddann."

Galdur Guðmundsson kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í dag, í fjarveru Aron Sigurðarsonar, og skoraði markið sem skildi liðin að.

„Galdur átti fína innkomu. Hann var hættulegur og skapaði marg oft hættu við teiginn hjá Fram. Hann á eftir að verða betri og Amin (Cosic) líka. Það tekur tíma fyrir þessa stráka og koma inn í þetta."

"Mér fannst takturinn sóknarlega vera mjög lélegur, sérstaklega í seinni hálfleik. Við erum að hreyfa liðið mikið og margir nýjir leikmenn það tekur tíma að byggja upp takt og skilning. Mér líður eins og það sé verkefnið núna í vikunni að finna aftur taktinn. Við vorum svolítið eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru og byrja að stíga á tærnar á hvort öðru fyrstu dansana."

Það er ólíkt liði Óskars Hrafns að liggja jafn djúpt til baka og KR liðið gerði í dag.

„Það er aldrei ætlunin hjá okkur að leggjast niður. Við áttum okkur á því að auðvitað koma tímar í leikjum þar sem góð lið ýta okkur niður. Fram er með frábært lið sem þeira hafa lagt gríðarlega mikið í. Það var ekki okkar ætlun að liggja svona lágt svona lengi, mér leið eins og þetta væru fjórir dagar. Við erum í fallbaráttu og þá hafa menn einhverja tilhneigingu að verja forystuna sína í stað þess að sækja áfram."

Það voru 1617 áhorfendur á leik kvöldsins og þar af voru mjög margir Vesturbæingar sem sungu og trölluðu allan leikinn.

„Ég er búinn að segja það áður í sumar að þetta eru bestu stuðningsmenn í deildinni og þú þarft að leita langt til að finna jafn góða stuðningsmenn. Mætingin eftir að við komum heim á Meistaravelli og svo mætingin í kvöld. Við höfum ekki gefið þeim nóga marga sumar og farið illa með taugakerfið þeirra, samt standa þeir með okkur. Gott að geta glatt þá."
Athugasemdir
banner
banner