Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   lau 18. september 2021 17:06
Sverrir Örn Einarsson
Gaui Þórðar: Það þarf að búa til nýtt lið
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings.Ó
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings.Ó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gaman að sjá að liðið náði heilli frammistöðu og spilaði í 90 mínútur af krafti. Leikurinn var skemmtilegur og þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður held ég að bæði lið eigi hrós skilið fyrir að reyna að spila fótbolta.“
Sagði Guðjón Þórðarson sem stýrði Víkingum frá Ólafsvík til sigurs í kveðjuleik þeirra í Lengjudeildinni þetta árið en Víkingar enduðu í neðsta sæti deildarinnar og munu því leika í 2.deild að ári.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Víkingur Ó.

Útlit er fyrir að miklar breytingar verði í Ólafsvík fyrir næsta tímabil og var Guðjón spurður út í sína framtíðarsýn fyrir liðið.

„Það þarf að búa til nýtt lið og það verða breytingar. Það eru menn að fara úr liðinu og það þarf að púsla saman liði og reyna að stækka heimahópinn. Það eru að koma upp ungir strákar núna og það mun reyna á þá í vetur á æfingum hversu langt þeir komast í þessari tilraun en meiningin er að stækka heimahópinn og búa svo til stöðu fyrir útlendingana sem við þurfum á að halda.“

Guðjón var líka spurður út í þá erfiðleika sem mörg lið á landsbyggðinni glíma við við að ná í unga íslenska leikmenn.

„Það er alveg ljóst að menn þroskast við að koma út og spila hörkubolta. Það er ekkert gefins í þessari deild sem við erum að fara í og það þarf að stappa stálinu í menn og þetta verður erfið deild að vinna. En það virðist vera þannig að menn vilja ekki fara uppfyrir Mosó úr borg óttans en það er alveg klárt að það eru tækifæri fyrir menn að vaxa og dafna með því að koma út á land. “

Sagði Guðjón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner