Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 18. september 2021 17:06
Sverrir Örn Einarsson
Gaui Þórðar: Það þarf að búa til nýtt lið
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings.Ó
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings.Ó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gaman að sjá að liðið náði heilli frammistöðu og spilaði í 90 mínútur af krafti. Leikurinn var skemmtilegur og þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður held ég að bæði lið eigi hrós skilið fyrir að reyna að spila fótbolta.“
Sagði Guðjón Þórðarson sem stýrði Víkingum frá Ólafsvík til sigurs í kveðjuleik þeirra í Lengjudeildinni þetta árið en Víkingar enduðu í neðsta sæti deildarinnar og munu því leika í 2.deild að ári.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Víkingur Ó.

Útlit er fyrir að miklar breytingar verði í Ólafsvík fyrir næsta tímabil og var Guðjón spurður út í sína framtíðarsýn fyrir liðið.

„Það þarf að búa til nýtt lið og það verða breytingar. Það eru menn að fara úr liðinu og það þarf að púsla saman liði og reyna að stækka heimahópinn. Það eru að koma upp ungir strákar núna og það mun reyna á þá í vetur á æfingum hversu langt þeir komast í þessari tilraun en meiningin er að stækka heimahópinn og búa svo til stöðu fyrir útlendingana sem við þurfum á að halda.“

Guðjón var líka spurður út í þá erfiðleika sem mörg lið á landsbyggðinni glíma við við að ná í unga íslenska leikmenn.

„Það er alveg ljóst að menn þroskast við að koma út og spila hörkubolta. Það er ekkert gefins í þessari deild sem við erum að fara í og það þarf að stappa stálinu í menn og þetta verður erfið deild að vinna. En það virðist vera þannig að menn vilja ekki fara uppfyrir Mosó úr borg óttans en það er alveg klárt að það eru tækifæri fyrir menn að vaxa og dafna með því að koma út á land. “

Sagði Guðjón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner