
Það er spennandi vika í Evrópufótboltanum en Meistaradeildin fer af stað á morgun. Slúðurpakkinn. McTominay, James, Isak, Williams, Barco, Ekitike, Gloukh, Gallagher og fleiri.
Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay (26) hjá Manchester United er á blaði hjá Bayern München. Bæjarar gætu reynt við McTominay ef félaginu mistekst að landa Joao Palhinha (28) frá Fulham í janúar. (Mirror)
Það þarf 'fáránlegt' tilboð svo Chelsea íhugi að selja Reece James (23). Hægri bakvörðurinn er á óskalista Real Madrid en hann er samningsbundinn Chelsea til 2028. (Football Insider)
Barcelona hefur áhuga á að fá sænska sóknarmanninn Alexander Isak (23) frá Newcastle og hugsar hann sem mögulegan arftaka pólska sóknarmannsins Robert Lewandowski (35). (Fichajes)
Aston Villa hefur slegist í hóp með Liverpool og Barcelona sem hafa áhuga á spænska vængmanninum Nico Williams (21) hjá Athletic Bilbao. Samningur hans rennur út næsta sumar. (Diario AS)
Brighton mun gera nýtt tilboð í argentínska vinstri bakvörðinn Valentin Barco (19) fyrir janúargluggann. (Sun)
West Ham og Crystal Palace gætu endurnýjað áhuga sinn á franska sóknarmanninum Hugo Ekitike (21) hjá Paris St-Germain í janúar. (Football Insider)
Manchester United, Arsenal og Liverpool hafa áhuga á sóknarmiðjumanninum Oscar Gloukh (19) hjá Red Bull Salzburg sem er landsliðsmaður Ísraels. (Sun)
Conor Gallagher (23) gæti ákveðið að yfirgefa Chelsea ef hann missir byrjunarliðssæti sitt þegar léttir á meiðslavandræðum liðsins. (Football Insider)
Enski vængmaðurinn Tom Watson (17) hjá Sunderland er aftur kominn á radarinn hjá Nottingham Forest. (Sun)
Roma íhugar hvort félagið eigi að gera tilboð í spænska sóknarmanninn Alvaro Morata (30) hjá Atletico Madrid, eftir að hafa rætt við umboðsmann hans. (Corriere dello Sport)
Búist er við því að ítalski sóknarmaðurinn Ciro Immobile (33) verð áfram hjá Lazio, þrátt fyrir tilboð frá Al-Shabab og Al-Wehda í Sádi-Arabíu. (Corriere dello Sport)
Joachim Löw, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, er meðal þeirra sem eru líklegasti til að taka við af Þjóðverjanum Stefan Kuntz sem nýr landsliðsþjálfari Tyrklands. (DHA)
Tyrkneska fótboltasambandið er komið í viðræður við Vincenzo Montella en þessi fyrrum sóknarmaður Ítalíu var tvö ár við stjórnvölinn hjá Adana Demirspor. Hann kemur til greina sem landsliðsþjálfari Tyrklands. (Nicolo Schira)
Athugasemdir