Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
Rúnar: Höfum fulla trúa á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Vigfús Arnar: Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Hallgrímur Mar: Þetta var mjög steiktur leikur
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
banner
   mán 18. september 2023 22:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Raggi Sig: Mönnum er hent í djúpu laugina
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við erum í heildina litið, að mínu mati bara töluvert betra liðið í dag þótt að HK áttu sína kafla inn á milli en við fengum bestu og flestu færin og vorum bara klaufar að klára ekki þennan leik" Sagði Ragnar Sigurðsson þjáfari Fram eftir 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fram

0-0 var í hálfleik en á 48.mínútu skorar Arnþór Ari mark eftir fast leikatriði, hversu pirrandi var það?

"Bara vel pirrandi og kannski eftir að maður skorar eða þegar nýr hálfleikur fer af stað er extra mikið stress í manni um hvort einbeitingin sé ekki til staðar og jú auðvitað pirrandi þar sem mér fannst aukaspyrnan sem þeir fá sem býr til markið bara ekki aukaspyrna"

Framarar skoruðu aðeins eitt mark í dag eftir að hafa fengið tvö víti og helling af færum.

"Við fengum færin til að klára þennan leik og svekkjandi að klára þetta ekki en var ánægður með frammistöðuna í leiknum, frammistaðan var til fyrirmyndar þrátt fyrir að menn eru að gera mistök hér og þar þá kemur það alltaf fyrir en frábært að sjá Sigfús Árna og Þengil koma inn í þennan leik og spila svona vel, var fáranlega stoltur af þeim"

"Þengill steig ekki feilspor í þessum leik, kannski tvær sendingar en ég held nú að allir hafa lent í því svo Sigfús Árni bara maður leiksins ´by far´ þannig ótrúlega gaman að sjá þetta"

Hlýtur að vera ánægjulegt fyrir Framarana sem mæta á völlinn að sjá svona mikið af ungum og efnilegum Frömurum eins og t.d. Breki Baldurs, Þengill Orra, Sigfús Árni , Viktor Bjarka og Aron Snær að spila og hvað þá í svona leikjum þegar það er mikið undir.

"Nákvæmlega, þetta sýnir bara svona ´test of character´ og mönnum er hent í djúpu laugina og standa sig með prýði þannig það er bara frábært"

Viðtalið við Ragga má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner