Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 18. september 2023 22:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Raggi Sig: Mönnum er hent í djúpu laugina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við erum í heildina litið, að mínu mati bara töluvert betra liðið í dag þótt að HK áttu sína kafla inn á milli en við fengum bestu og flestu færin og vorum bara klaufar að klára ekki þennan leik" Sagði Ragnar Sigurðsson þjáfari Fram eftir 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fram

0-0 var í hálfleik en á 48.mínútu skorar Arnþór Ari mark eftir fast leikatriði, hversu pirrandi var það?

"Bara vel pirrandi og kannski eftir að maður skorar eða þegar nýr hálfleikur fer af stað er extra mikið stress í manni um hvort einbeitingin sé ekki til staðar og jú auðvitað pirrandi þar sem mér fannst aukaspyrnan sem þeir fá sem býr til markið bara ekki aukaspyrna"

Framarar skoruðu aðeins eitt mark í dag eftir að hafa fengið tvö víti og helling af færum.

"Við fengum færin til að klára þennan leik og svekkjandi að klára þetta ekki en var ánægður með frammistöðuna í leiknum, frammistaðan var til fyrirmyndar þrátt fyrir að menn eru að gera mistök hér og þar þá kemur það alltaf fyrir en frábært að sjá Sigfús Árna og Þengil koma inn í þennan leik og spila svona vel, var fáranlega stoltur af þeim"

"Þengill steig ekki feilspor í þessum leik, kannski tvær sendingar en ég held nú að allir hafa lent í því svo Sigfús Árni bara maður leiksins ´by far´ þannig ótrúlega gaman að sjá þetta"

Hlýtur að vera ánægjulegt fyrir Framarana sem mæta á völlinn að sjá svona mikið af ungum og efnilegum Frömurum eins og t.d. Breki Baldurs, Þengill Orra, Sigfús Árni , Viktor Bjarka og Aron Snær að spila og hvað þá í svona leikjum þegar það er mikið undir.

"Nákvæmlega, þetta sýnir bara svona ´test of character´ og mönnum er hent í djúpu laugina og standa sig með prýði þannig það er bara frábært"

Viðtalið við Ragga má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir