Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 18. september 2023 22:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Raggi Sig: Mönnum er hent í djúpu laugina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við erum í heildina litið, að mínu mati bara töluvert betra liðið í dag þótt að HK áttu sína kafla inn á milli en við fengum bestu og flestu færin og vorum bara klaufar að klára ekki þennan leik" Sagði Ragnar Sigurðsson þjáfari Fram eftir 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fram

0-0 var í hálfleik en á 48.mínútu skorar Arnþór Ari mark eftir fast leikatriði, hversu pirrandi var það?

"Bara vel pirrandi og kannski eftir að maður skorar eða þegar nýr hálfleikur fer af stað er extra mikið stress í manni um hvort einbeitingin sé ekki til staðar og jú auðvitað pirrandi þar sem mér fannst aukaspyrnan sem þeir fá sem býr til markið bara ekki aukaspyrna"

Framarar skoruðu aðeins eitt mark í dag eftir að hafa fengið tvö víti og helling af færum.

"Við fengum færin til að klára þennan leik og svekkjandi að klára þetta ekki en var ánægður með frammistöðuna í leiknum, frammistaðan var til fyrirmyndar þrátt fyrir að menn eru að gera mistök hér og þar þá kemur það alltaf fyrir en frábært að sjá Sigfús Árna og Þengil koma inn í þennan leik og spila svona vel, var fáranlega stoltur af þeim"

"Þengill steig ekki feilspor í þessum leik, kannski tvær sendingar en ég held nú að allir hafa lent í því svo Sigfús Árni bara maður leiksins ´by far´ þannig ótrúlega gaman að sjá þetta"

Hlýtur að vera ánægjulegt fyrir Framarana sem mæta á völlinn að sjá svona mikið af ungum og efnilegum Frömurum eins og t.d. Breki Baldurs, Þengill Orra, Sigfús Árni , Viktor Bjarka og Aron Snær að spila og hvað þá í svona leikjum þegar það er mikið undir.

"Nákvæmlega, þetta sýnir bara svona ´test of character´ og mönnum er hent í djúpu laugina og standa sig með prýði þannig það er bara frábært"

Viðtalið við Ragga má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner