Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. janúar 2020 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Að verða 35 ára gamall Ronaldo sá um Parma
Ronaldo verður 35 ára eftir nokkrar vikur.
Ronaldo verður 35 ára eftir nokkrar vikur.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo fór fyrir sínu liði og skoraði bæði mörk Juventus þegar liðið vann Parma á heimavelli.

Ronaldo kom Juve yfir undir lok fyrri hálfleiks, á markamínútunni 43. mínútu, og var staðan 1-0 í hálfleik. Daninn Andreas Cornelius jafnaði á 55. mínútu, en Ronaldo kom Juventus strax aftur í forystu.

Ronaldo, sem verður 35 ára eftir nokkrar vikur, er búinn að skora 11 mörk í síðustu sjö deildarleikjum sem hann hefur spilað.

Lokatölur voru 2-1 og er Juventus á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með fjögurra stiga forskot á Inter. Parma er í sjöunda sæti með 28 stig.

Chris Smalling og félagar í Roma unnu sinn leik í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Roma lagði Genoa, sem er í 19. sæti, að velli. Roma er í fjórða sæti með 38 stig.

Juventus 2 - 1 Parma
1-0 Cristiano Ronaldo ('43 )
1-1 Andreas Cornelius ('55 )
2-1 Cristiano Ronaldo ('58 )

Genoa 1 - 3 Roma
0-1 Cengiz Under ('5 )
0-2 Davide Biraschi ('44 , sjálfsmark)
1-2 Goran Pandev ('45 )
1-3 Edin Dzeko ('74 )

Önnur úrslit:
Ítalía: Rebic hetja Milan - Larsen skoraði og lagði upp
Ítalía: Balotelli fékk rautt í fyrsta leik Birkis - Jafnt hjá Inter
Athugasemdir
banner
banner
banner