þri 19. janúar 2021 22:58
Aksentije Milisic
Ítalski bikarinn: Spezia henti Roma úr keppni eftir framlengingu
Lopez fær rautt.
Lopez fær rautt.
Mynd: Getty Images
Roma 2 - 4 Spezia
0-1 Andrey Galabinov ('6 , víti)
0-2 Riccardo Saponara ('15 )
1-2 Lorenzo Pellegrini ('43 , víti)
2-2 Henrikh Mkhitaryan ('73 )
2-3 Daniele Verde ('107 )
Rautt spjald: ,Pau Lopez, Roma ('92) Gianluca Mancini, Roma ('91)

AS Roma fékk Spezia í heimsókn í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld.

Gestirnir byrjuðu miklu betur og voru þeir komnir í tveggja marka forystu eftir 15. mínútna leik. Andrey Galabinov gerði fyrsta markið úr vítaspyrnu og Riccardo Saponara tvöfaldaði síðan forystuna.

Það voru hins vegar heimamenn sem náðu inn þessu fræga þriðja marki. Lorenzo Pellegrini skorað þá úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé.

Roma sótti mikið í síðari hálfleiknum og Henrihk Mkhitaryan, sem hefur spilað mjög vel á þessari leiktíð, jafnaði metin þegar rúmt korter var eftir af leiknum. Meira var ekki skorað og því þurfti að framlengja.

Framlengingin byrjaði skelfilega fyrir Rómverja. Gianluca Mancini fékk sitt annað gula spjald á 91. mínútu og einungis mínútu síðar lét Pau Lopez, markvörður Roma, reka sig af velli.

Níu leikmenn Roma náðu ekki að þrauka út framlenginguna. Daniele Verde kom gestunum yfir í byrjun síðari hálfleiks framlengingunnar og Riccardo Saponara gulltryggði sigurinn með sínu öðru marki á lokamínútunni.

Spezia fer því áfram og mætir Napoli á útivelli í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner