Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   sun 19. maí 2019 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: Ekki það skemmtilegasta sem maður gerir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svekkelsi að tapa leiknum. Það er alltaf þannig þegar maður tapar leikjum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-0 tap gegn KA á heimavelli í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KA

„Það er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir í þessum bransa, að tapa fótboltaleikjum. Það fer líka eftir því hvernig þú tapar leikjunum. Mér fannst við missa einbeitinguna í 10 mínútur sem skapar það að þeir skora tvö mörk á okkur algjörlega gegn gangi leiksins."

„Mér fannst við vera frábærir í fyrri hálfleik, sköpum fullt af færum og skorum örugglega löglegt mark líka."

„Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda. Þeir fengu skyndisókn þegar þeir skora fyrsta markið. Svo fengu þeir aðra sókn þar sem þeir yfirspiluðu okkar hafsenta. Það var hrikalega vel gert hjá þeim, en við hleyptum þeim óþarflega mikið inn í leikinn."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner