Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   mið 19. júní 2024 23:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Lengjudeildin
Kenneth Hogg varð markahæstur í sögu Njarðvíkur í kvöld
Kenneth Hogg varð markahæstur í sögu Njarðvíkur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Gróttu á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld. 

Njarðvíkingar gátu með sigri í kvöld tyllt sér á toppinn í deildinni um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Þetta var stórt. Við tökum bara einn leik í einu. Þetta eru þrjú stig sem taka okkur á toppinn á töflunni." Sagði Kenneth Hogg fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Að mínu mati áttum við skilið sigurinn. Við vorum mun betri með boltann og fengum fullt af færum en maður veit aldrei þegar það er rautt spjald og svo skora þeir undir restina og þá verður þetta mun erfiðara fyrir síðustu mínúturnar. Á Íslandi eru síðustu fimm mínúturnar í leikjum alltaf klikkaðar en mér fannst við eiga sigurinn skilið."

Þrátt fyrir að Grótta hafi skorað seint í leiknum mátti ekki sjá á Njarðvíkingum að þeir færu í eitthvað panic. 

„Nei við höfum vaxið mikið sem lið síðan á síðasta tímabili. Við erum mun öruggari á boltanum og án bolta. Við getum spilað mismunandi týpur af fótbolta. Ég held að reynslan sé bara meiri hjá strákunum og liðið er líka bara reynslumikið og strákarnir vita hvað þeir eiga að gera."

Kenneth Hogg skráði sig í sögubækur Njarðvíkur í kvöld en hann varð markahæsti leikmaðurinn í sögu félagasins þegar hann skoraði sitt 75.mark fyrir félagið.

„Ég er auðvitað mjög stoltur. Ég er stoltur af því að spila fyrir Njarðvík. Ég hef verið hér í átta ár núna á Íslandi og eytt sjö þeirra í Njarðvík. Félagið er eins og mitt heimili og þegar ég flutti fyrst hingað þá var ég bara einn svo þeir hafa hugsað um mig allan tímann svo ég er mjög stoltur og stoltur að gera þetta fyrir félagið. Þetta er stór áfangi fyrir mig auðvtiað og ég vona að ég geti bætt fleirri mörkum við fyrir lok tímabils. Ég framlengdi samningnum mínum um tvö ár svo ég verð hérna í nokkur ár í viðbót. Á meðan ég er hraustur og klár þá mun ég alltaf gera mitt besta fyrir félagið."  


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner