Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 19. júní 2024 23:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Lengjudeildin
Kenneth Hogg varð markahæstur í sögu Njarðvíkur í kvöld
Kenneth Hogg varð markahæstur í sögu Njarðvíkur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Gróttu á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld. 

Njarðvíkingar gátu með sigri í kvöld tyllt sér á toppinn í deildinni um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Þetta var stórt. Við tökum bara einn leik í einu. Þetta eru þrjú stig sem taka okkur á toppinn á töflunni." Sagði Kenneth Hogg fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Að mínu mati áttum við skilið sigurinn. Við vorum mun betri með boltann og fengum fullt af færum en maður veit aldrei þegar það er rautt spjald og svo skora þeir undir restina og þá verður þetta mun erfiðara fyrir síðustu mínúturnar. Á Íslandi eru síðustu fimm mínúturnar í leikjum alltaf klikkaðar en mér fannst við eiga sigurinn skilið."

Þrátt fyrir að Grótta hafi skorað seint í leiknum mátti ekki sjá á Njarðvíkingum að þeir færu í eitthvað panic. 

„Nei við höfum vaxið mikið sem lið síðan á síðasta tímabili. Við erum mun öruggari á boltanum og án bolta. Við getum spilað mismunandi týpur af fótbolta. Ég held að reynslan sé bara meiri hjá strákunum og liðið er líka bara reynslumikið og strákarnir vita hvað þeir eiga að gera."

Kenneth Hogg skráði sig í sögubækur Njarðvíkur í kvöld en hann varð markahæsti leikmaðurinn í sögu félagasins þegar hann skoraði sitt 75.mark fyrir félagið.

„Ég er auðvitað mjög stoltur. Ég er stoltur af því að spila fyrir Njarðvík. Ég hef verið hér í átta ár núna á Íslandi og eytt sjö þeirra í Njarðvík. Félagið er eins og mitt heimili og þegar ég flutti fyrst hingað þá var ég bara einn svo þeir hafa hugsað um mig allan tímann svo ég er mjög stoltur og stoltur að gera þetta fyrir félagið. Þetta er stór áfangi fyrir mig auðvtiað og ég vona að ég geti bætt fleirri mörkum við fyrir lok tímabils. Ég framlengdi samningnum mínum um tvö ár svo ég verð hérna í nokkur ár í viðbót. Á meðan ég er hraustur og klár þá mun ég alltaf gera mitt besta fyrir félagið."  


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner