Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
   mið 19. júní 2024 23:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Lengjudeildin
Kenneth Hogg varð markahæstur í sögu Njarðvíkur í kvöld
Kenneth Hogg varð markahæstur í sögu Njarðvíkur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Gróttu á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld. 

Njarðvíkingar gátu með sigri í kvöld tyllt sér á toppinn í deildinni um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Þetta var stórt. Við tökum bara einn leik í einu. Þetta eru þrjú stig sem taka okkur á toppinn á töflunni." Sagði Kenneth Hogg fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Að mínu mati áttum við skilið sigurinn. Við vorum mun betri með boltann og fengum fullt af færum en maður veit aldrei þegar það er rautt spjald og svo skora þeir undir restina og þá verður þetta mun erfiðara fyrir síðustu mínúturnar. Á Íslandi eru síðustu fimm mínúturnar í leikjum alltaf klikkaðar en mér fannst við eiga sigurinn skilið."

Þrátt fyrir að Grótta hafi skorað seint í leiknum mátti ekki sjá á Njarðvíkingum að þeir færu í eitthvað panic. 

„Nei við höfum vaxið mikið sem lið síðan á síðasta tímabili. Við erum mun öruggari á boltanum og án bolta. Við getum spilað mismunandi týpur af fótbolta. Ég held að reynslan sé bara meiri hjá strákunum og liðið er líka bara reynslumikið og strákarnir vita hvað þeir eiga að gera."

Kenneth Hogg skráði sig í sögubækur Njarðvíkur í kvöld en hann varð markahæsti leikmaðurinn í sögu félagasins þegar hann skoraði sitt 75.mark fyrir félagið.

„Ég er auðvitað mjög stoltur. Ég er stoltur af því að spila fyrir Njarðvík. Ég hef verið hér í átta ár núna á Íslandi og eytt sjö þeirra í Njarðvík. Félagið er eins og mitt heimili og þegar ég flutti fyrst hingað þá var ég bara einn svo þeir hafa hugsað um mig allan tímann svo ég er mjög stoltur og stoltur að gera þetta fyrir félagið. Þetta er stór áfangi fyrir mig auðvtiað og ég vona að ég geti bætt fleirri mörkum við fyrir lok tímabils. Ég framlengdi samningnum mínum um tvö ár svo ég verð hérna í nokkur ár í viðbót. Á meðan ég er hraustur og klár þá mun ég alltaf gera mitt besta fyrir félagið."  


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 13 9 3 1 27 - 13 +14 30
2.    Njarðvík 13 7 3 3 25 - 17 +8 24
3.    ÍBV 13 6 4 3 25 - 15 +10 22
4.    ÍR 13 5 4 4 19 - 18 +1 19
5.    Þróttur R. 13 5 3 5 21 - 18 +3 18
6.    Keflavík 13 4 6 3 17 - 14 +3 18
7.    Þór 13 4 5 4 21 - 19 +2 17
8.    Grindavík 13 4 5 4 21 - 24 -3 17
9.    Afturelding 13 5 2 6 20 - 26 -6 17
10.    Leiknir R. 13 4 0 9 15 - 23 -8 12
11.    Grótta 13 2 4 7 19 - 32 -13 10
12.    Dalvík/Reynir 13 1 5 7 12 - 23 -11 8
Athugasemdir
banner
banner
banner