Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   sun 19. júlí 2020 22:59
Kristófer Jónsson
Óskar Hrafn: Ánægður með frammistöðuna en ekki úrslitin
Óskar Hrafn var ánægður með spilamennsku Breiðabliks.
Óskar Hrafn var ánægður með spilamennsku Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í 2-1 tapi gegn Val í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

„Ég er stoltur af mínum mönnum. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel fyrstu 20 mínúturnar en eftir að við löguðum krummafótinn fannst mér við vera sterkari. Þannig ég er ánægður með liðið en ekki úrslitin." sagði Óskar Hrafn eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

Undir lok fyrri hálfleiks kölluðu Blikar eftir tveimur vítaspyrnum í sömu sókninni en fengu ekkert fyrir sinn snúð.

„Fyrir mér er þetta bara klárt víti. Ég held að endursýningar sýna að við áttum ekki bara að fá eina heldur tvær vítaspyrnur. Svo fer (Sebastian) Hedlund líka aftan í Brynjólf í lokin og mér fannst það líka vera víti." sagði Óskar um atvikið en Breiðablik fékk eina vítaspyrnu í leiknum.

Breiðablik byrjaði mótið af krafti og unnu fyrstu þrjá leiki sína. Eftir það hafa þeir spilað fjóra leiki án þess að vinna og sitja nú í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir KR í toppsætinu sem að á leik til góða.

„Ég er ekki ánægður með það í grunninn en ég er ánægður með frammistöðuna gegn FH, Val og KA. Mér fannst við svara KR leiknum vel í dag og nú tekur við þétt törn fram að Verslunarmannahelgi og ég held að við séum í stakk búnir til að takast á við það." sagði Óskar Hrafn um málið.

Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner