Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 19. júlí 2020 22:59
Kristófer Jónsson
Óskar Hrafn: Ánægður með frammistöðuna en ekki úrslitin
Óskar Hrafn var ánægður með spilamennsku Breiðabliks.
Óskar Hrafn var ánægður með spilamennsku Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í 2-1 tapi gegn Val í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

„Ég er stoltur af mínum mönnum. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel fyrstu 20 mínúturnar en eftir að við löguðum krummafótinn fannst mér við vera sterkari. Þannig ég er ánægður með liðið en ekki úrslitin." sagði Óskar Hrafn eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

Undir lok fyrri hálfleiks kölluðu Blikar eftir tveimur vítaspyrnum í sömu sókninni en fengu ekkert fyrir sinn snúð.

„Fyrir mér er þetta bara klárt víti. Ég held að endursýningar sýna að við áttum ekki bara að fá eina heldur tvær vítaspyrnur. Svo fer (Sebastian) Hedlund líka aftan í Brynjólf í lokin og mér fannst það líka vera víti." sagði Óskar um atvikið en Breiðablik fékk eina vítaspyrnu í leiknum.

Breiðablik byrjaði mótið af krafti og unnu fyrstu þrjá leiki sína. Eftir það hafa þeir spilað fjóra leiki án þess að vinna og sitja nú í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir KR í toppsætinu sem að á leik til góða.

„Ég er ekki ánægður með það í grunninn en ég er ánægður með frammistöðuna gegn FH, Val og KA. Mér fannst við svara KR leiknum vel í dag og nú tekur við þétt törn fram að Verslunarmannahelgi og ég held að við séum í stakk búnir til að takast á við það." sagði Óskar Hrafn um málið.

Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner