Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 19. júlí 2020 22:59
Kristófer Jónsson
Óskar Hrafn: Ánægður með frammistöðuna en ekki úrslitin
Óskar Hrafn var ánægður með spilamennsku Breiðabliks.
Óskar Hrafn var ánægður með spilamennsku Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í 2-1 tapi gegn Val í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

„Ég er stoltur af mínum mönnum. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel fyrstu 20 mínúturnar en eftir að við löguðum krummafótinn fannst mér við vera sterkari. Þannig ég er ánægður með liðið en ekki úrslitin." sagði Óskar Hrafn eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

Undir lok fyrri hálfleiks kölluðu Blikar eftir tveimur vítaspyrnum í sömu sókninni en fengu ekkert fyrir sinn snúð.

„Fyrir mér er þetta bara klárt víti. Ég held að endursýningar sýna að við áttum ekki bara að fá eina heldur tvær vítaspyrnur. Svo fer (Sebastian) Hedlund líka aftan í Brynjólf í lokin og mér fannst það líka vera víti." sagði Óskar um atvikið en Breiðablik fékk eina vítaspyrnu í leiknum.

Breiðablik byrjaði mótið af krafti og unnu fyrstu þrjá leiki sína. Eftir það hafa þeir spilað fjóra leiki án þess að vinna og sitja nú í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir KR í toppsætinu sem að á leik til góða.

„Ég er ekki ánægður með það í grunninn en ég er ánægður með frammistöðuna gegn FH, Val og KA. Mér fannst við svara KR leiknum vel í dag og nú tekur við þétt törn fram að Verslunarmannahelgi og ég held að við séum í stakk búnir til að takast á við það." sagði Óskar Hrafn um málið.

Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner