Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   sun 19. júlí 2020 22:59
Kristófer Jónsson
Óskar Hrafn: Ánægður með frammistöðuna en ekki úrslitin
Óskar Hrafn var ánægður með spilamennsku Breiðabliks.
Óskar Hrafn var ánægður með spilamennsku Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í 2-1 tapi gegn Val í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

„Ég er stoltur af mínum mönnum. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel fyrstu 20 mínúturnar en eftir að við löguðum krummafótinn fannst mér við vera sterkari. Þannig ég er ánægður með liðið en ekki úrslitin." sagði Óskar Hrafn eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

Undir lok fyrri hálfleiks kölluðu Blikar eftir tveimur vítaspyrnum í sömu sókninni en fengu ekkert fyrir sinn snúð.

„Fyrir mér er þetta bara klárt víti. Ég held að endursýningar sýna að við áttum ekki bara að fá eina heldur tvær vítaspyrnur. Svo fer (Sebastian) Hedlund líka aftan í Brynjólf í lokin og mér fannst það líka vera víti." sagði Óskar um atvikið en Breiðablik fékk eina vítaspyrnu í leiknum.

Breiðablik byrjaði mótið af krafti og unnu fyrstu þrjá leiki sína. Eftir það hafa þeir spilað fjóra leiki án þess að vinna og sitja nú í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir KR í toppsætinu sem að á leik til góða.

„Ég er ekki ánægður með það í grunninn en ég er ánægður með frammistöðuna gegn FH, Val og KA. Mér fannst við svara KR leiknum vel í dag og nú tekur við þétt törn fram að Verslunarmannahelgi og ég held að við séum í stakk búnir til að takast á við það." sagði Óskar Hrafn um málið.

Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner