Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 19. júlí 2021 22:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orðið þungt hjá Hjalta í KR: Nákvæmlega það sem ég þurfti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara frábærlega, frábær sigur og ekki skemmdi fyrir að setja eitt," sagði Hjalti Sigurðsson, annar af markaskorurum Leiknis, eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

Hjalti gekk í raðri Leiknis í upphafi félagaskiptagluggans frá uppeldisfélaginu sínu, KR. Hvernig er að vera kominn í Leikni? „Það er bara geggjað, mjög sáttur að koma til baka."

Hjalti var ekki í stóru hlutverki hjá KR. Var þetta erfitt fyrri hluta sumars? „Þetta var orðið svolítið þungt að fá lítið tækifæri. Þess vegna fór maður að leita annað. Það er mjög gott að komast strax inn í hópinn hér, maður þekkir hreinlega allt hérna."

Er þetta akkúrat það sem þú þurftir? „Ég myndi halda það, bara nákvæmlega það sem ég þurfti. Að komast góðan hóp, spila og í eitthvað sem ég þekki vel og get labbað beint inn í."

Gott að vera kominn inn í liðið? „Algjörlega, ég var bara vandræðalega spenntur að fara spila og vonandi að það hafi skilað sér á vellinum."

„Markmiðið er bara að hjálpa Leikni eins mikið og ég get, standa mig sem best og að safna sem flestum stigum,"
sagði Hjalti að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Hjalti um markið sem hann skoraði í leiknum.
Athugasemdir
banner