Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 19. júlí 2021 22:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orðið þungt hjá Hjalta í KR: Nákvæmlega það sem ég þurfti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara frábærlega, frábær sigur og ekki skemmdi fyrir að setja eitt," sagði Hjalti Sigurðsson, annar af markaskorurum Leiknis, eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

Hjalti gekk í raðri Leiknis í upphafi félagaskiptagluggans frá uppeldisfélaginu sínu, KR. Hvernig er að vera kominn í Leikni? „Það er bara geggjað, mjög sáttur að koma til baka."

Hjalti var ekki í stóru hlutverki hjá KR. Var þetta erfitt fyrri hluta sumars? „Þetta var orðið svolítið þungt að fá lítið tækifæri. Þess vegna fór maður að leita annað. Það er mjög gott að komast strax inn í hópinn hér, maður þekkir hreinlega allt hérna."

Er þetta akkúrat það sem þú þurftir? „Ég myndi halda það, bara nákvæmlega það sem ég þurfti. Að komast góðan hóp, spila og í eitthvað sem ég þekki vel og get labbað beint inn í."

Gott að vera kominn inn í liðið? „Algjörlega, ég var bara vandræðalega spenntur að fara spila og vonandi að það hafi skilað sér á vellinum."

„Markmiðið er bara að hjálpa Leikni eins mikið og ég get, standa mig sem best og að safna sem flestum stigum,"
sagði Hjalti að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Hjalti um markið sem hann skoraði í leiknum.
Athugasemdir