Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   mán 19. ágúst 2024 17:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlegur rangstöðudómur í toppslag 2. deildar - „Bæði þjálfarateymi í sjokki"
Kvenaboltinn
Anna María kemst í boltann en flaggið er komið á loft.
Anna María kemst í boltann en flaggið er komið á loft.
Mynd: Mummi Lú
Anna María í dauðafæri.
Anna María í dauðafæri.
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Í toppslag 2. deildar kvenna gerðu dómari og aðstoðardómari 1 sig sekann um hrikaleg mistök. Atvikið átti sér stað þegar um 43 mínútur voru liðnar af leiknum.

Staðan í leiknum var 0-1 fyrir gestunum í KR þegar leikmaður Hauka, Kristín Erla Halldórsdóttir, átti sendingu til baka. Sendingin fer aftur fyrir varnarlínu Hauka og kemst sóknarmaður KR, Anna María Bergþórsdóttir, í boltann. Flaggið fór á loft og dómari leiksins flautaði í flautu sína. Fyrstu mistökin voru hjá Ram Krishna Gurung að lyfta flagginu en Guðmundur Ragnar Björnsson átti að vera meðvitaður um að það var leikmaður Hauka sem spyrnti boltanum og hefði getað kallað á sinn aðstoðarmann að setja flaggið niður.

Það er ansi líklegt að KR hefði komist í 0-2, en dæmi hver fyrir sig með því að horfa á atvikið í spilaranum hér að neðan.

Viktoría Sólveig í marki Hauka kom út á boltanum en rétt áður en boltinn kom að henni náði Anna María Bergþórsdótir að komast í hann, tók snertingu framhjá Viktoríu og varnarmanni Hauka, svo heyrðist flautað og svo og rúllaði Anna boltanum í netið. Mjög svo svekkjandi fyrir framherjann og KR sem hefði farið á toppinn með sigri.

Annar þeirra sem lýsti leiknum á Haukar TV gat ekki stillt sig um að hlægja.

„Það eru bæði þjálfarateymi í sjokki yfir því sem er í gangi hérna í dómgæslunni," var svo sagt í lýsingunni. Nánar var rætt um dómara leiksins eins og má heyra í spilaranum hér að neðan og velt vöngum um hvort hægt væri að kalla til nýtt dómarateymi á Ásvelli.

Sex umferðir eru eftir af deildinni og berjast Haukar og Völsungur um tvö laus sæti í Lengjudeildinni að ári. Stöðuna í deildinni má sjá hér neðst.



Uppfært 17:42: Haukar virðast hafa fjarlægt upptökuna af leiknum af Youtube.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir