Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 19. ágúst 2024 17:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlegur rangstöðudómur í toppslag 2. deildar - „Bæði þjálfarateymi í sjokki"
Kvenaboltinn
Anna María kemst í boltann en flaggið er komið á loft.
Anna María kemst í boltann en flaggið er komið á loft.
Mynd: Mummi Lú
Anna María í dauðafæri.
Anna María í dauðafæri.
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Í toppslag 2. deildar kvenna gerðu dómari og aðstoðardómari 1 sig sekann um hrikaleg mistök. Atvikið átti sér stað þegar um 43 mínútur voru liðnar af leiknum.

Staðan í leiknum var 0-1 fyrir gestunum í KR þegar leikmaður Hauka, Kristín Erla Halldórsdóttir, átti sendingu til baka. Sendingin fer aftur fyrir varnarlínu Hauka og kemst sóknarmaður KR, Anna María Bergþórsdóttir, í boltann. Flaggið fór á loft og dómari leiksins flautaði í flautu sína. Fyrstu mistökin voru hjá Ram Krishna Gurung að lyfta flagginu en Guðmundur Ragnar Björnsson átti að vera meðvitaður um að það var leikmaður Hauka sem spyrnti boltanum og hefði getað kallað á sinn aðstoðarmann að setja flaggið niður.

Það er ansi líklegt að KR hefði komist í 0-2, en dæmi hver fyrir sig með því að horfa á atvikið í spilaranum hér að neðan.

Viktoría Sólveig í marki Hauka kom út á boltanum en rétt áður en boltinn kom að henni náði Anna María Bergþórsdótir að komast í hann, tók snertingu framhjá Viktoríu og varnarmanni Hauka, svo heyrðist flautað og svo og rúllaði Anna boltanum í netið. Mjög svo svekkjandi fyrir framherjann og KR sem hefði farið á toppinn með sigri.

Annar þeirra sem lýsti leiknum á Haukar TV gat ekki stillt sig um að hlægja.

„Það eru bæði þjálfarateymi í sjokki yfir því sem er í gangi hérna í dómgæslunni," var svo sagt í lýsingunni. Nánar var rætt um dómara leiksins eins og má heyra í spilaranum hér að neðan og velt vöngum um hvort hægt væri að kalla til nýtt dómarateymi á Ásvelli.

Sex umferðir eru eftir af deildinni og berjast Haukar og Völsungur um tvö laus sæti í Lengjudeildinni að ári. Stöðuna í deildinni má sjá hér neðst.



Uppfært 17:42: Haukar virðast hafa fjarlægt upptökuna af leiknum af Youtube.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir