Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
banner
   mán 19. ágúst 2024 17:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlegur rangstöðudómur í toppslag 2. deildar - „Bæði þjálfarateymi í sjokki"
Kvenaboltinn
Anna María kemst í boltann en flaggið er komið á loft.
Anna María kemst í boltann en flaggið er komið á loft.
Mynd: Mummi Lú
Anna María í dauðafæri.
Anna María í dauðafæri.
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Í toppslag 2. deildar kvenna gerðu dómari og aðstoðardómari 1 sig sekann um hrikaleg mistök. Atvikið átti sér stað þegar um 43 mínútur voru liðnar af leiknum.

Staðan í leiknum var 0-1 fyrir gestunum í KR þegar leikmaður Hauka, Kristín Erla Halldórsdóttir, átti sendingu til baka. Sendingin fer aftur fyrir varnarlínu Hauka og kemst sóknarmaður KR, Anna María Bergþórsdóttir, í boltann. Flaggið fór á loft og dómari leiksins flautaði í flautu sína. Fyrstu mistökin voru hjá Ram Krishna Gurung að lyfta flagginu en Guðmundur Ragnar Björnsson átti að vera meðvitaður um að það var leikmaður Hauka sem spyrnti boltanum og hefði getað kallað á sinn aðstoðarmann að setja flaggið niður.

Það er ansi líklegt að KR hefði komist í 0-2, en dæmi hver fyrir sig með því að horfa á atvikið í spilaranum hér að neðan.

Viktoría Sólveig í marki Hauka kom út á boltanum en rétt áður en boltinn kom að henni náði Anna María Bergþórsdótir að komast í hann, tók snertingu framhjá Viktoríu og varnarmanni Hauka, svo heyrðist flautað og svo og rúllaði Anna boltanum í netið. Mjög svo svekkjandi fyrir framherjann og KR sem hefði farið á toppinn með sigri.

Annar þeirra sem lýsti leiknum á Haukar TV gat ekki stillt sig um að hlægja.

„Það eru bæði þjálfarateymi í sjokki yfir því sem er í gangi hérna í dómgæslunni," var svo sagt í lýsingunni. Nánar var rætt um dómara leiksins eins og má heyra í spilaranum hér að neðan og velt vöngum um hvort hægt væri að kalla til nýtt dómarateymi á Ásvelli.

Sex umferðir eru eftir af deildinni og berjast Haukar og Völsungur um tvö laus sæti í Lengjudeildinni að ári. Stöðuna í deildinni má sjá hér neðst.



Uppfært 17:42: Haukar virðast hafa fjarlægt upptökuna af leiknum af Youtube.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner