Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   mán 19. ágúst 2024 17:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlegur rangstöðudómur í toppslag 2. deildar - „Bæði þjálfarateymi í sjokki"
Kvenaboltinn
Anna María kemst í boltann en flaggið er komið á loft.
Anna María kemst í boltann en flaggið er komið á loft.
Mynd: Mummi Lú
Anna María í dauðafæri.
Anna María í dauðafæri.
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Í toppslag 2. deildar kvenna gerðu dómari og aðstoðardómari 1 sig sekann um hrikaleg mistök. Atvikið átti sér stað þegar um 43 mínútur voru liðnar af leiknum.

Staðan í leiknum var 0-1 fyrir gestunum í KR þegar leikmaður Hauka, Kristín Erla Halldórsdóttir, átti sendingu til baka. Sendingin fer aftur fyrir varnarlínu Hauka og kemst sóknarmaður KR, Anna María Bergþórsdóttir, í boltann. Flaggið fór á loft og dómari leiksins flautaði í flautu sína. Fyrstu mistökin voru hjá Ram Krishna Gurung að lyfta flagginu en Guðmundur Ragnar Björnsson átti að vera meðvitaður um að það var leikmaður Hauka sem spyrnti boltanum og hefði getað kallað á sinn aðstoðarmann að setja flaggið niður.

Það er ansi líklegt að KR hefði komist í 0-2, en dæmi hver fyrir sig með því að horfa á atvikið í spilaranum hér að neðan.

Viktoría Sólveig í marki Hauka kom út á boltanum en rétt áður en boltinn kom að henni náði Anna María Bergþórsdótir að komast í hann, tók snertingu framhjá Viktoríu og varnarmanni Hauka, svo heyrðist flautað og svo og rúllaði Anna boltanum í netið. Mjög svo svekkjandi fyrir framherjann og KR sem hefði farið á toppinn með sigri.

Annar þeirra sem lýsti leiknum á Haukar TV gat ekki stillt sig um að hlægja.

„Það eru bæði þjálfarateymi í sjokki yfir því sem er í gangi hérna í dómgæslunni," var svo sagt í lýsingunni. Nánar var rætt um dómara leiksins eins og má heyra í spilaranum hér að neðan og velt vöngum um hvort hægt væri að kalla til nýtt dómarateymi á Ásvelli.

Sex umferðir eru eftir af deildinni og berjast Haukar og Völsungur um tvö laus sæti í Lengjudeildinni að ári. Stöðuna í deildinni má sjá hér neðst.



Uppfært 17:42: Haukar virðast hafa fjarlægt upptökuna af leiknum af Youtube.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner