Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frá Aftureldingu í starf hjá bandaríska sambandinu (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Toni Pressley, sem lék með Breiðabliki tímabilið 2023, er tekin við sem þjálfari U18 ára landsliðs kvenna í Bandaríkjunum.

Toni lék 19 leiki með Blikum 2023 en fór svo í Mosfellsbæ þar sem hún var ráðin sem spilandi aðstoðarþjálfari í Lengjudeildinni.

Toni þurfti að fara í krabbameinsmeðferð í annað sinn árið 2024 og spilaði því ekkert með Aftureldingu. Hún var líka aðstoðarþjálfari Aftureldingar á nýliðnu tímabili.

Pressley á að baki mjög flottan feril en hún á mikinn fjölda leikja í bandarísku atvinnumannadeildinni sem er ein sterkasta deild í heimi. Árið 2019 var hún greind með brjóstakrabbamein en hún sigraði það og sneri aftur á fótboltavöllinn stuttu síðar. Hún sagði frá þeirri reynslu í viðtali við Fótbolta.net sem má lesa hér fyrir ofan.

Bandaríska landsliðið er mjög öflugt og ljóst er að Toni er að fara í flott starf hjá bandaríska sambandinu.

„Það er sannarlega heiður og spennandi tækifæri að vera orðin fulltrúi bandaríska fótboltasambandsins sem þjálfari. Sem einhver sem kom upp í gegnum starfið sem unglingaleikmaður, þá kann ég virkilega að meta hvað það þýðir að bera merkið og hversu mikilvæg þessi ár eru í lífi ungu leikmanna okkar," segir Toni.

Hún fór á lokakeppni HM með U20 liði Bandaríkjanna árið 2010 og var lykilmaður í því liði.
Athugasemdir
banner
banner