
Benjamin Mendy í leik með U21 landsliði Frakklands á Kópavogsvelli 2015. Ísland vann leikinn 3-2, Mendy lagði upp mark fyrir Aymeric Laporte í leiknum.
Benjamin Mendy, fyrrum leikmaður Manchester City, er genginn í raðir Pogon Szczecin í pólsku úrvalsdeildinni.
Mendy er 31 árs vinstri bakvörður sem kemur á frjálsri sölu eftir að samningi hans við FC Zurich var rift í sumar.
Mendy yfirgaf City árið 2023 þegar samningur hans við félagið rann út.
Hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot en var sýknaður.
Mendy er 31 árs vinstri bakvörður sem kemur á frjálsri sölu eftir að samningi hans við FC Zurich var rift í sumar.
Mendy yfirgaf City árið 2023 þegar samningur hans við félagið rann út.
Hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot en var sýknaður.
Síðan hefur hann spilað með FC Lorient og Zurich.
Pogon er í 9. sæti deildarinnar eftir átta leiki og í næsta mánuði mun liðið mæta Íslendingaliðunum Lech Poznan og Cracovia.
Athugasemdir