Trent Alexander-Arnold haltraði af velli í leik Real Madrid gegn Marseille í gær, hægri bakvörðurinn meiddist snemma leiks. Hann meiddist aftan í vinstra læri og verður frá næstu vikurnar.
Mirror fjallar um það í dag að Trent gæti verið frá í allt að tvo mánuði. Ef það fer svo þá mun Trent missa af leik Real gegn Liverpool á Anfield þann 4. nóvember.
Mirror fjallar um það í dag að Trent gæti verið frá í allt að tvo mánuði. Ef það fer svo þá mun Trent missa af leik Real gegn Liverpool á Anfield þann 4. nóvember.
Í millitíðinni er El Classico, leikur Real Madrid og Barcelona, og ef meiðslin eru jafn alvarleg og menn óttast þá mun Trent missa af þeim leik og næsta landsliðsverkefni með Englandi.
Hann er í samkeppni við Dani Carvajal hjá Real Madrid og í harðri samkeppni um stöðu í enska landsliðinu fyrir HM á næsta ári.
Trent var fenginn til Real frá Liverpool í sumar, en hann hafði fyrir skiptin til Spánar leikið með Liverpool allan sinn feril.
Athugasemdir