Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópukeppni unglingaliða: KA kom til baka og náði jafntefli í Lettlandi
KA liðið í dag.
KA liðið í dag.
Mynd: Aðsend
Liðin sem spiluðu í dag.
Liðin sem spiluðu í dag.
Mynd: Aðsend
Jelgava 2 - 2 KA
1-0 Rudolfs Lakis ('17)
2-0 Andrians Muiznieks ('25)
2-1 Valdimar Logi Sævarsson ('57, víti)
2-2 Andri Valur Finnbogason ('84)

KA, sem varð Íslandsmeistari í 2. flokki á síðasta ári, mætti í dag lettneska liðinu Jelgava í 1. umferð Evrópukeppninnar hjá U19 ára liðum.

Lettneska liðið leiddi 2-0 í hálfleik en KA kom til baka í seinni hálfleik og náði jafntefli.

Valdimar Logi Sævarsson minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu og varamaðurinn Andri Valur Finnbogason jafnaði svo metin á 84. mínútu.

Seinni leikur liðanna fer fram á Greifavellinum á Akureyri þann 1. október. Þeir Slobodan Milisic og Egill Daði Angantýsson eru þjálfarar KA liðsins.
Athugasemdir