Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 10:55
Elvar Geir Magnússon
De Jong fór með til Newcastle en ekki Yamal
Mynd: EPA
Lamine Yamal er ekki í leikmannahópi Barcelona sem heimsækir Newcastle United í Meistaradeildinni á morgun. Þessi 18 ára gamli leikmaður missti af leik liðsins gegn Valencia síðasta sunnudag vegna nárameiðsla.

Hansi Flick, stjóri Barcelona, gagnrýndi hversu mikið Yamal spilaði fyrir spænska landsliðið í landsleikjaglugganum.

Vinstri bakvörðurinn Alejandro Balde og spænski miðjumaðurinn Gavi eru einnig fjarri góðu gamni.

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong sem missti af leiknum gegn Valencia er hinsvegar í hópnum gegn Newcastle.

Barcelona er ríkjandi Spánarmeistari og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði gegn Inter.
Athugasemdir