Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   lau 19. nóvember 2022 14:58
Brynjar Ingi Erluson
Mancini bauð táningsstelpu að hitta liðið - Bonucci eyðilagði upplifunina
Leonardo Bonucci
Leonardo Bonucci
Mynd: EPA
Ítalski varnarmaðurinn Leonardo Bonucci þarf eitthvað að útskýra mál sitt eftir að hann rak táningsstelpu úr liðsrútu ítalska landsliðsins á dögunum en myndband af atvikinu fer eins eldur í sinu um netheima.

Ítalska landsliðið spilar ekki á heimsmeistaramótinu í ár en er þó með hefðbundna gluggann til þess að æfa og spila.

Bonucci var eins og vanalega í hópnum en hann var eitthvað illa fyrirkallaður er Roberto Mancini, þjálfari landsliðsins, bauð ungri táningsstelpu að koma inn í rútuna og heilsa leikmönnum.

Hún staldraði stutt við því Bonucci stóð upp og bað hana vinsamlegast um að koma sér úr rútunni. Stelpan útskýrir hvað átti sér stað á samfélagsmiðlinum TikTok og segir Bonucci hafa verið afar dónalegan í samskiptum áður en hann rak hana á dyr.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá stutt brot þegar Bonucci stendur upp úr sæti sínu og segir henni að koma sér út. Virkilega ósmekkleg framkoma hjá varnarmanninum.


Athugasemdir
banner
banner