Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   þri 19. nóvember 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum mjög vel og komust 1-0 yfir. Það er eitthvað sem við höfum verið að basla með, að vera 1-0 yfir. Mér finnst við falla of mikið til baka og hætta að spila. Það er það sem hefur verið að klikka hjá okkur. Það gerist hjá okkur heima gegn Tyrklandi og úti Úkraínu líka. Það er eitthvað sem við verðum að skoða algjörlega.“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands, eftir 4-1 tap gegn Wales í Cardiff í dag.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

Jóhann segir að sóknarleikurinn sé á mjög góðum stað hjá landsliðinu en liðið þarf að laga varnarleikinn.

Þeir komast yfir 2-1 og svo fáum við fullt af færum til að jafna leikinn. Við höfum skorað helling af mörkum en við höfum líka verið að fá of mikið af mörkum á okkur. Það er auðvitað erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú ert að fá á þig mörg mörk í leik. En eins og ég segi að þá erum við gífurlega góðir fram á við en við þurfum að laga varnarleikinn núna.

Hvernig leggst þetta umspil í Jóa í mars?

Það er næst í mars þetta umspil. Við þurfum að sjá hvað lið við fáum og halda okkur uppi í B deildinni. Þegar við erum með okkar bestu leikmenn finnst mér vera mikill uppgangur á liðinu en við erum að klikka á smáatriðum sem því miður í þessum landsliðsfótbolta má ekki gerast.

Vill Jóhann Berg sjá Hareide áfram sem landsliðsþjálfara Íslands?

Mér hefur fundist vera flottur uppgangur á þessu. En við leikmenn verðum líka að taka það á kassann sem við höfum ekki verið að gera vel. Mér finnst leikirnir vel settir upp en við höfum aldrei verið með okkar besta lið sem er erfitt líka. En mér finnst Age hafa verið flottur og er búinn að búa til einhvern kúltúr hérna. En það er erfitt þegar þú ert ekki að vinna leiki og þá sérstaklega svona leiki. Komast í 1-0 en þá er það okkar á vellinum að gera betra.“ sagði Jóhann Berg að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner