Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   þri 19. nóvember 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum mjög vel og komust 1-0 yfir. Það er eitthvað sem við höfum verið að basla með, að vera 1-0 yfir. Mér finnst við falla of mikið til baka og hætta að spila. Það er það sem hefur verið að klikka hjá okkur. Það gerist hjá okkur heima gegn Tyrklandi og úti Úkraínu líka. Það er eitthvað sem við verðum að skoða algjörlega.“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands, eftir 4-1 tap gegn Wales í Cardiff í dag.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

Jóhann segir að sóknarleikurinn sé á mjög góðum stað hjá landsliðinu en liðið þarf að laga varnarleikinn.

Þeir komast yfir 2-1 og svo fáum við fullt af færum til að jafna leikinn. Við höfum skorað helling af mörkum en við höfum líka verið að fá of mikið af mörkum á okkur. Það er auðvitað erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú ert að fá á þig mörg mörk í leik. En eins og ég segi að þá erum við gífurlega góðir fram á við en við þurfum að laga varnarleikinn núna.

Hvernig leggst þetta umspil í Jóa í mars?

Það er næst í mars þetta umspil. Við þurfum að sjá hvað lið við fáum og halda okkur uppi í B deildinni. Þegar við erum með okkar bestu leikmenn finnst mér vera mikill uppgangur á liðinu en við erum að klikka á smáatriðum sem því miður í þessum landsliðsfótbolta má ekki gerast.

Vill Jóhann Berg sjá Hareide áfram sem landsliðsþjálfara Íslands?

Mér hefur fundist vera flottur uppgangur á þessu. En við leikmenn verðum líka að taka það á kassann sem við höfum ekki verið að gera vel. Mér finnst leikirnir vel settir upp en við höfum aldrei verið með okkar besta lið sem er erfitt líka. En mér finnst Age hafa verið flottur og er búinn að búa til einhvern kúltúr hérna. En það er erfitt þegar þú ert ekki að vinna leiki og þá sérstaklega svona leiki. Komast í 1-0 en þá er það okkar á vellinum að gera betra.“ sagði Jóhann Berg að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner