Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   þri 19. nóvember 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum mjög vel og komust 1-0 yfir. Það er eitthvað sem við höfum verið að basla með, að vera 1-0 yfir. Mér finnst við falla of mikið til baka og hætta að spila. Það er það sem hefur verið að klikka hjá okkur. Það gerist hjá okkur heima gegn Tyrklandi og úti Úkraínu líka. Það er eitthvað sem við verðum að skoða algjörlega.“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands, eftir 4-1 tap gegn Wales í Cardiff í dag.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

Jóhann segir að sóknarleikurinn sé á mjög góðum stað hjá landsliðinu en liðið þarf að laga varnarleikinn.

Þeir komast yfir 2-1 og svo fáum við fullt af færum til að jafna leikinn. Við höfum skorað helling af mörkum en við höfum líka verið að fá of mikið af mörkum á okkur. Það er auðvitað erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú ert að fá á þig mörg mörk í leik. En eins og ég segi að þá erum við gífurlega góðir fram á við en við þurfum að laga varnarleikinn núna.

Hvernig leggst þetta umspil í Jóa í mars?

Það er næst í mars þetta umspil. Við þurfum að sjá hvað lið við fáum og halda okkur uppi í B deildinni. Þegar við erum með okkar bestu leikmenn finnst mér vera mikill uppgangur á liðinu en við erum að klikka á smáatriðum sem því miður í þessum landsliðsfótbolta má ekki gerast.

Vill Jóhann Berg sjá Hareide áfram sem landsliðsþjálfara Íslands?

Mér hefur fundist vera flottur uppgangur á þessu. En við leikmenn verðum líka að taka það á kassann sem við höfum ekki verið að gera vel. Mér finnst leikirnir vel settir upp en við höfum aldrei verið með okkar besta lið sem er erfitt líka. En mér finnst Age hafa verið flottur og er búinn að búa til einhvern kúltúr hérna. En það er erfitt þegar þú ert ekki að vinna leiki og þá sérstaklega svona leiki. Komast í 1-0 en þá er það okkar á vellinum að gera betra.“ sagði Jóhann Berg að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir