Brighton hefur tilkynnt það að Sam Jewell, sem hefur starfað sem yfirmaður leikmannakaupa hjá félaginu (e. head of recruitment), hafi samþykkt að taka við starfi hjá Chelsea.
Hann er kominn í leyfi hjá Brighton en búist er við því að hann muni hefja störf hjá Chelsea í nóvember.
Hann er kominn í leyfi hjá Brighton en búist er við því að hann muni hefja störf hjá Chelsea í nóvember.
Þetta er í annað sinn á 16 mánuðum þar sem Chelsea er að sækja mann úr þessari stöðu frá Brighton.
Jewell tók við stöðunni af Paul Winstanley þegar hann fór til Chelsea árið 2022. Winstanley er núna háttsettur á bak við tjöldin hjá Lundúnafélaginu.
Jewell mun koma inn í njósnateymi Chelsea á alþjóðavísu og hann verður háttsettur í því. Hann mun vinna bæði hjá Chelsea og Strasbourg í Frakklandi, en félögin eru með sömu eigendur.
Sam Jewell er sonur Paul Jewell, sem stýrði Wigan meðal annars frá 2001 til 2007. Hann hóf störf hjá Brighton árið 2016 og hefur unnið sig upp metorðalistann þar.
Þetta er ellefti einstaklingurinn sem Chelsea sækir frá Brighton eftir að Todd Boehly tók við eignarhaldi félagsins árið 2022.
???????? Chelsea take 11th staff/player from Brighton in 17 months under new ownership.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2024
?? Graham Potter, Billy Reid, Björn Hamberg, Bruno Saltor, Ben Roberts, Kyle McCauley, Paul Winstanley, Robert Sánchez, Marc Cucurella. Moisés Caicedo and now Sam Jewell. pic.twitter.com/3g6yY2VbTG
Athugasemdir