Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. apríl 2021 17:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Ef þú spilar þá er það geðveikt og þetta lið er mjög gott"
Mynd: Riga
Axel og Jökull.
Axel og Jökull.
Mynd: Reading
Nú hafa tveir Íslendingar verið á mála hjá Riga FC í Lettlandi. Stefan Alexander Ljubicic gekk í raðir félagsins eftir tímabilið 2019 en kom heim snemma sumars 2020. Hlutirnir gengu ekki alveg upp og hefur Stefan tjáð sig um hvernig málin þróuðust.

Stefan um heimkomuna:
Stefan Ljubicic: Ég er tæpir 2 metrar, hvað á ég að gera á kantinum?

Snemma árs var greint frá því að Axel Óskar Andrésson hefði gengið í raðir Riga FC frá Viking í Noregi. Stefan var til viðtals á föstudag og var hann spurður út í Axel.

Hvað hugsaðiru þegar Axel Óskar fór til Riga?

„Ég var fyrsti Íslendingurinn í þessu liði. Hann spurði mig út í hvernig þetta allt var, ég sagði honum að ég hafi verið óheppinn en að hlutirnir litu vel út," sagði Stefan.

„Ef þú spilar þá er það geðveikt og þetta lið er mjög gott. Þetta lið væri topplið á Íslandi og er með markmið að fara í Meistaradeildina. Þeir hafa reynt það síðustu ár. Það er gaman að sjá að hann er að standa sig úti og er að spila með toppliði.“

Þekktust þið eitthvað áður en hann heyrði í þér varðandi Riga?

„Já, hann var í Reading þegar ég var í Brighton. Við hittumst alveg nokkrum sinnum. Ég þekki bróðir hans, Jökul, mjög vel. Við erum alltaf að tala saman, þannig svarið við spurningunni er já, ég hef þekkt Axel í nokkur ár.“

Ertu með Jökli í Warzone?

„Við höfum spilað nokkra leiki en ekkert á hverjum degi,“ sagði Stebbi og hló.

Annað úr viðtalinu við Stefan:
Stefan Ljubicic: Ég er tæpir 2 metrar, hvað á ég að gera á kantinum?
Vann titilinn og var í körfuboltalandsliðinu - „Pabbi hefði ekki verið ánægður"
„Valgeir er einn metnaðarfyllsti leikmaður sem ég hef kynnst"
Athugasemdir
banner
banner
banner