Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
sunnudagur 17. september
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 18. apríl
Sambandsdeild 8-liða
Fiorentina 0 - 0 Plzen
Fenerbahce - Olympiakos - 19:00
Lille 1 - 0 Aston Villa
PAOK - Club Brugge - 19:00
Evrópudeild 8-liða
Roma - Milan - 19:00
Atalanta - Liverpool - 19:00
West Ham - Leverkusen - 19:00
Marseille - Benfica - 19:00
Vináttulandsleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Hungary U-16 1 - 3 Norway U-16
Cyprus U-16 0 - 2 Montenegro U-16
banner
fös 19.mar 2021 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Jökull býr í sumarbústað og spilar fótbolta - „Þetta er ekkert flókið"

„Lífið er ljúft núna," sagði markvörðurinn efnilegi, Jökull Andrésson, þegar fréttamaður Fótbolta.net sló á þráðinn til hans.

Jökull, sem er 19 ára, flutti til Englands árið 2014 með fjölskyldu sinni. Árið 2017 samdi hann við Reading. Hann hefur unnið hörðum höndum að því að koma sér að hjá aðalliði félagsins síðan þá.

Hann hefur æft með aðalliðinu en núna er hann á láni hjá Exeter í ensku D-deildinni þar sem hann hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu.

'Ég er bara hérna í sveitinni og það alveg æðislegt'
'Ég er bara hérna í sveitinni og það alveg æðislegt'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull hefur síðustu mánuði verið á láni hjá Exeter og staðið sig vel.
Jökull hefur síðustu mánuði verið á láni hjá Exeter og staðið sig vel.
Mynd/Getty Images
'Ég verð líklega kominn með yfir 30 deildarleiki áður en ég verð 20 ára. Það lítur vel út og ég er líka að njóta þess svo mikið'
'Ég verð líklega kominn með yfir 30 deildarleiki áður en ég verð 20 ára. Það lítur vel út og ég er líka að njóta þess svo mikið'
Mynd/Getty Images
Jökull í leik í ensku D-deildinni á tímabilinu.
Jökull í leik í ensku D-deildinni á tímabilinu.
Mynd/Getty Images
'Ég elska tímann svo mikið núna og vonandi heldur þetta áfram svona'
'Ég elska tímann svo mikið núna og vonandi heldur þetta áfram svona'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull var á dögunum valinn leikmaður mánaðarins hjá Exeter.
Jökull var á dögunum valinn leikmaður mánaðarins hjá Exeter.
Mynd/Getty Images
'Á meðan það gengur svona vel, þá vil ég ekki breyta neinu. Ég vil halda rútínunni minni og gera það sem hjálpar mér mest í boltanum'
'Á meðan það gengur svona vel, þá vil ég ekki breyta neinu. Ég vil halda rútínunni minni og gera það sem hjálpar mér mest í boltanum'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er það eina sem ég er að hugsa um að komast alla vega í umspil og fara vonandi upp í efstu deild. Liðið er nægilega gott. Núna er það bara að gera allt rétt'
'Það er það eina sem ég er að hugsa um að komast alla vega í umspil og fara vonandi upp í efstu deild. Liðið er nægilega gott. Núna er það bara að gera allt rétt'
Mynd/Getty Images
''Ég finn fyrir því að ég er búinn að bæta mig. Það kemur með því að ég spila leiki. Eitt af því besta sem ég geri núna er að komast inn í fyrirgjafir og hornspyrnur.''
''Ég finn fyrir því að ég er búinn að bæta mig. Það kemur með því að ég spila leiki. Eitt af því besta sem ég geri núna er að komast inn í fyrirgjafir og hornspyrnur.''
Mynd/Getty Images
Jökull og Axel Óskar, bróðir hans.
Jökull og Axel Óskar, bróðir hans.
Mynd/Reading
Markmiðið er að komast að sem aðalmarkvörður Reading.
Markmiðið er að komast að sem aðalmarkvörður Reading.
Mynd/Reading
'Ég veit að ég er ekki tilbúinn núna. Ég vil bara gera það sem er rétt, að vera á láni og njóta þess á meðan'
'Ég veit að ég er ekki tilbúinn núna. Ég vil bara gera það sem er rétt, að vera á láni og njóta þess á meðan'
Mynd/Getty Images
Býr í sumarbústað
Í október á síðasta ári fór hann á neyðarláni til Exeter í eina viku. Hann endaði á því að fara þar í meira en mánuð. Svo fór hann í viku til Morecambe áður en hann samdi við Exeter um að fá að klára tímabilið þar.

Hann býr núna í sumarbústað í Exeter. „Eina sem maður gerir þessa dagana er að spila fótbolta. Ég bý í sumarbústað. Exeter á ekki alveg mesta pening í heiminum og þeir ákváðu að koma mér fyrir í sumarbústað. Ég bý eiginlega bara í sveitinni, það eru geitur og eitthvað hérna fyrir utan. Ég er bara hérna í sveitinni og það alveg æðislegt."

„Ég er með allt hérna og það er ekkert vesen. Eina sem skiptir máli er að maður er með Playstation og Warzone, og þá kvartar maður ekki."

Jökull hefur búið það lengi í Englandi að hann er orðinn vanari því að keyra vinstra megin á veginum. „Ég kom til Íslands í fyrra og þá byrjaði ég að keyra hinum megin. Mér leið svo illa, ég mætti einhverjum meistara og þurfti að bakka til baka. Ég er betri að keyra hérna en á Íslandi. Ég er búinn að búa hérna svo lengi."

Síðustu mánuðir verið ævintýri
Jökull segir að síðustu mánuðir hafi verið ævintýri líkast þar sem hann hefur fengið mikla reynslu í fullorðinsfótbolta.

„Síðustu mánuðir eru búnir að vera... það eina sem ég get sagt er að þeir hafa verið ævintýri. Ég átti að vera í Reading, en svo allt í einu kemur neyðarlán hjá Exeter og það breytir lífi mínu eiginlega, breytir ferli mínum. Í glugganum síðasta höfðu önnur félög áhuga en mig langaði svo rosalega mikið að fara til Exeter. Ég þekkti félagið og mér líður svo vel hérna," segir Jökull.

„Ég er búinn að vera lengi hjá Reading að æfa og vera með U23 liðinu. Það er bara svo allt annað að spila alvöru fullirðinsfótbolta á fínu getustigi fyrir minn aldur. Að fá þessar deildarleiki og fá þetta á ferilskrána er frábært. Ég verð líklega kominn með yfir 30 deildarleiki áður en ég verð 20 ára. Það lítur vel út og ég er líka að njóta þess svo mikið. Ég er að upplifa nýja hluti í hverjum einasta leik. Ég geri mistök en það fer í reynslubankann. Ég er bara að njóta þess í botn og er að bæta mig."

Hvað er það við Exeter sem heillar svona mikið? „Ég kom þarna og ég var 19 ára. Ég var ekki búinn að spila deildarleik í lífinu mínu. Ég var bara 'nobody'. Ég kem þarna og ég á fínan fyrsta leik. Þeir tóku mig að sér sem einn af þeim."

„Það var ekki hugsað: 'Hann er 19 ára og hann er ömurlegur'. Það var ekki þannig. Hugsunin var frekar: 'Við vitum að hann er 19 ára og við hjálpum honum eins og við getum'. Þjálfarinn hjálpaði mér mjög mikið. Hérna sér hvað ég get og það að ég er efnilegur. Exeter aðdáendurnir sýna mér líka mikla ást, en því miður fæ ég ekki að sjá það á vellinum. Öll skilaboðin sem ég fæ, það er svo mikil ást. Þess vegna spila ég fótbolta, ég spila fótbolta því við elskum leikinn. Hérna er það í Exeter, þau elska fótbolta. Það er þess sem ég elska félagið," segir Jökull.

Neyðarlán - Spilaði á móti Exeter
Það getur verið þannig í Englandi að markverðir fari á neyðarláni í eina og eina viku ef félög missa markverði í meiðsli. Það kom upp sú staða hjá Jökli þegar hann fór til Exeter fyrst og svo þegar hann fór til Morecambe. Lánið hjá Exeter var lengra en í fyrstu var búist við en hann spilaði bara tvo leiki með Morecambe. Bæði þessi lið eru í efri hlutanum í D-deildinni.

„Ég var á neyðarláni í Exeter og ég var þar í fimm, sex vikur. Ég var bara í einum af þessum geggjuðu sumarbústuðum. Ég spilaði einhverja tíu leiki á einhverjum fimm vikum," segir Jökull

„Ég fór svo til Morecambe og það var ekki alveg jafn skemmtilegt. Það er í rúmlega fjögurra klukkutíma akstursfjarlægð frá Reading. Hótelið sem ég var á, það var ekki alveg það besta. Þeir eru ekki með æfingasvæði og eitthvað. Mér var samt alveg sama því ég var að spila fótboltaleiki. Þetta voru fleiri deildarleikir í atvinnumannafótbolta. Manni var sama, því maður var að spila fótbolta."

Hann spilaði á móti Exeter með Morecambe. Í kjölfarið á þeim leik fékk hann ekki mikla ást frá stuðningsmönnum Exeter, þó það hafi nú ekkert verið nema ást síðan þá.

„Það gekk líka mjög vel með Morecambe. Fyrsti leikurinn var á móti Colchester sem vannst 3-0. Svo spilum við á móti Exeter sem var klikkað - á vellinum hjá Exeter. Við unnum 2-0 og ég fékk ekki skemmtileg skilaboð frá stuðningsmönnum Exeter. Stuðningsmennirnir voru ekki á leiknum en ég fékk fullt af skilaboðum á Twitter og Instagram að ég væri að svíkja þá og eitthvað. Sem betur fer náði ég að bæta það upp með því að koma og klára tímabilið hérna."

Ekkert skemmtilegra
Markvörðurinn efnilegi kveðst njóta þess í botn að vera atvinnumaður í fótbolta, það þurfi ekki alltaf að vera flækja hlutina.

„Ég bara held nú ekki," segir Jökull þegar hann er spurður að því hvort það sé eitthvað skemmtilegra en að vera atvinnumaður í fótbolta. „Þótt að það geti stundum verið ömurlegt. Í fyrra fékk ég bara að fara í fjórar vikur heim til Íslands. Það fylgir þessu að vera einn, ekki með vinum sínum og ekki með fjölskyldu sinni. Ef þú elskar fótbolta nægilega mikið er samt ekkert betra í heiminum; þegar allt gengur vel."

„Ég myndi ekki voga mér að fara aftur heim til Íslands núna. Ég elska tímann svo mikið núna og vonandi heldur þetta áfram svona," segir Jökull en hvernig er dagurinn hjá honum í útgöngubanninu í Bretlandi?

„Warzone og fótbolti, já eiginlega. Ég fer á æfingu, ég fer beinustu leið heim, kannski legg mig og svo fer ég í tölvuna. Þetta er ekkert flókið. Sumir gætu ekki gert þetta. Sumir vilja alltaf vera að hitta vini sína eða fara út að djamma. Ég stressi mig ekki á því."

„Ég er að njóta þess sem ég er að gera; að æfa, spila leiki og fara heim í tölvuna og fá mér nammi. Það þarf ekkert að flókið, það þarf ekki alltaf að flækja lífið. Það að vinir mínir á Íslandi séu stundum á djamminu, það truflar mig ekki. Ég veit hvað ég er að gera hérna í Englandi og veit hvað ég er að stefna að. Það er eina sem skiptir máli fyrir mig."

Jökull segist einstaka sinnum fara á djammið með vinum sínum á Íslandi ef vel liggur á, en í Englandi kemst ekkert þannig að. „Á laugardagskvöldi fæ ég mér bara bland í poka og snakk, frekar en að hella í mig áfengi. Ég er bara þannig. Ég hef séð hvernig líf sumir fótboltamenn detta út í hérna. Það er létt að detta í djammlífið og hina hlutina sem koma með fótboltanum."

„Á meðan ég er ungur og er að læra, þá vil ég halda mig frá því. Það lofar ekki neinu góðu þannig séð. Ég hljóma viðbjóðslega leiðinlegur en svona er þetta. Á meðan það gengur svona vel, þá vil ég ekki breyta neinu. Ég vil halda rútínunni minni og gera það sem hjálpar mér mest í boltanum."

Leikmaður mánaðarins og Exeter í toppbaráttunni
D-deildin er gríðarlega jöfn fyrir síðasta fjórðung tímabilsins. Exeter er sem stendur í áttunda sæti, en liðið á tvo leiki til góða á Morecambe - fyrrum félag Jökuls - sem er í sjöunda sæti. Það munar þremur stigum á liðunum. Tvö efstu liðin fara beint upp og liðin í þriðja til sjöunda sæti fara í umspil um að komast upp.

„Deildin er svo rosalega jöfn núna. Við erum sex stigum frá því að vera á botninum eiginlega og frá því að vera á toppnum. Það er það eina sem ég er að hugsa um að komast alla vega í umspil og fara vonandi upp í efstu deild. Liðið er nægilega gott. Núna er það bara að gera allt rétt," segir Jökull fékk á dögunum viðurkenningu fyrir að vera leikmaður mánaðarins hjá félaginu.

„Það er búið að ganga rosalega vel. Ég get hins vegar ekki sagt að þetta sé út af mér. Þjálfarinn, markvarðarþjálfarinn og leikmennirnir í liðinu. Þetta er allt þeim að þakka líka. Ég sinni vinnunni minni bara í markinu og ég reyni að hjálpa eins og ég get. Ég sé bara að þeir eru að gera það sama fyrir mig. Það sem skiptir máli fyrir mig er að við erum allir í þessu saman. Það er gaman að vera valinn leikmaður mánaðarins en það sem skiptir máli er hvernig við stöndum okkur í deildinni."

Er að sjá fullt af nýjum hlutum
Hann segist hafa lært heilmargt eftir að hann byrjaði að spila í ensku D-deildinni, hann sé að sjá fullt af nýjum hlutum í sínum leik.

„Ég finn fyrir því að ég er búinn að bæta mig. Það kemur með því að ég spila leiki. Eitt af því besta sem ég geri núna er að komast inn í fyrirgjafir og hornspyrnur. Það er eitt af því besta sem ég geri í leikjum núna. Ég vissi það ekki áður en ég byrjaði að spila í fullorðinsfótbolta. Ég er að sjá fullt af nýjum hlutum, í hverju ég er góður í og í hverju ég þarf að bæta mig. Ég elska að spila leiki."

Jökull kveðst ekki vera mikill nútímamarkvörður, það er að segja markvörður sem er frábær með boltann í fótunum. Þó er hann alls ekki lélegur í því.

„Ég hef alltaf verið meira langur og horaður týpan. Ég var alltaf langstærstur. Ég hef alltaf verið lengi að vaxa inn í líkamann. Þá hefur alltaf verið erfitt að vera með boltann í fótunum. Ég myndi alls ekki segja að ég sé lélegur í því, ég næ að senda boltann og spila. Akademían í Reading, þú verður að gera það. Ég er búinn að bæta mig mikið í því en ég er örugglega bestur í því bara að koma í veg fyrir að boltann fari í netið. Ég er góður að stjórna, góður verja og góður í að komast inn í fyrirgjafir. Það er það sem ég er bestur í núna."

„Ég er að bæta mig í fótunum á hverjum degi. Ef ég held áfram þá kemur þetta allt saman," segir Jökull en hann var í handbolta líka þegar hann var yngri. Hann telur að það hafi hjálpað sér.

„Ég var í handbolta þegar ég var lítill. Maður var að verja með fótunum og það hjálpaði mér gríðarlega mikið þegar ég fór í fótbolta. Ég er mjög góður í að verja með fótunum sem getur verið góður hlutur að vera með."

'Last man standing'
Jökull flutti til Reading á sínum tíma með móður sinni og bræðrum. Bræður hans voru einnig hjá Reading, en eldri bróðir hans, miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson, spilar núna með Riga FC í Tyrklandi. Jökull er sá síðasti með eftirnafnið í Reading.

„Mamma flutti út en pabbi ekki þar sem hann rekur fyrirtækið Skólahreysti á Íslandi. Hann þurfti að vera heima en kom og heimsótti. Við fluttum út og vorum allir í Reading. Við vorum allir saman, fótboltabræðurnir í Reading."

„Axel flutti út til Noregs og Örn var ekki með jafn mikla ástríðu fyrir fótbolta. Honum langaði að fara heim og mamma fór með honum heim. Ég er 'last man standing' af Andrésson-bræðrunum í Reading. Ég er með íbúð í Reading og er búinn að búa þar í eitt ár. Maður er að reyna að halda uppi Andrésson-nafninu í Reading. Það er planið."

„Axel er að gera frábæra hluti í Lettlandi núna. Hann var maður leiksins í fyrsta leiknum sínum og skoraði ruglað mark. Ég er í Reading að reyna að halda "Andrésson" uppi. Pabbi segir við mig á hverjum degi að ég verði að halda því áfram. Pabbi var maðurinn 'back in the day' og núna þurfum við að halda uppi arfleiðinni."

Markmiðið, það er að verða aðalmarkvörður Reading.

„Það er alltaf planið," segir Jökull um það að verða aðalmarkvörður Reading í framtíðinni.

„Það verður alltaf draumurinn hjá mér. Ég flutti út til Reading þegar ég var 12 ára. Ég var með eina hugsun og það var að komast að hjá aðalliðinu. Við erum með geggjaða markverði í Reading. Rafael spilaði með Napoli og allt þannig. Hann er geggjaður. Ég er að gera mitt núna, ég er á láni, bæta mig og gera mig tilbúinn. Þetta tekur sinn tíma og ég er ekki að flýta mér."

„Ég veit að ég er ekki tilbúinn núna. Ég vil bara gera það sem er rétt, að vera á láni og njóta þess á meðan," segir Jökull Andrésson, eiturhress.
Athugasemdir
banner
banner