fös 20. maí 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Son marki á eftir Salah fyrir lokaumferðina
Mynd: EPA
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudag og er mikil barátta um hvaða leikmaður endar sem markahæsti leikmaður deildarinnar.

Mo Salah er með 22 mörk skoruð, einu marki meira en Heung-Min Son. Salah er tæpur vegna meiðsla og sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, að hann myndi ekki taka neina sénsa í lokaumferðinni þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er helgina eftir lokaumferðina.

Liverpool mætir Wolves á heimavelli og Tottenham mætir Norwich.

Cristiano Ronaldo er svo í fjórða sæti með átján mörk. Manchester United mætir Crystal Palace. Samherji Son, Harry Kane, er svo í fjórða sætinu með sextán mörk.

Efstu tíu á markalistanum:
Salah - 22
Son - 21
Ronaldo - 20
Kane - 18
De Bruyne - 15
Mane - 15
Jota - 15
Vardy - 14
Sterling 13
Zaha - 13

Lokaumerðin:
15:00 Burnley - Newcastle
15:00 Norwich - Tottenham
15:00 Man City - Aston Villa
15:00 Liverpool - Wolves
15:00 Leicester - Southampton
15:00 Crystal Palace - Man Utd
15:00 Chelsea - Watford
15:00 Brighton - West Ham
15:00 Brentford - Leeds
15:00 Arsenal - Everton
Athugasemdir
banner
banner
banner