Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 10:46
Elvar Geir Magnússon
Roma búið að aðstoða við að finna fimm týnd börn
Chris Smalling gekk í raðir Roma.
Chris Smalling gekk í raðir Roma.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Roma hefur látið gott af sér leiða á samfélagsmiðlum með því að aðstoða við að auglýsa eftir týndum börnum.

BBC greinir frá því að Roma hafi aðstoðað við að finna fimm börn síðan í júlí.

Roma hefur auglýst eftir týndum börnum samhliða því þegar nýir leikmenn eru kynntir og nú hefur verið tilkynnt um að sextán ára bresk stelpa hafi fundist.

Tvö börn frá Kenýa fundust þegar Roma keypti Henrikh Mkhitaryan og Chris Smalling.

Áður hafði stelpa frá London og strákur frá Belgíu fundist eftir að Mert Cetin og Davide Zappacosta voru fengnir.

Jo Youle, framkvæmdastjóri samtaka sem leitar að týndu fólki, segir að samtökin séu verulega þakklát Roma fyrir þeirra framlag og fyrir að vekja athygli og umtal á þessum málum.
Athugasemdir
banner
banner
banner