Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. september 2020 13:03
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Vestri hafði betur í mýrarbolta
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Vestri 2 - 0 Leiknir F.
1-0 Nacho Gil ('10)
2-0 Viktor Júlíusson ('66)

Vestri og Leiknir F. mættust í fyrsta leik dagsins í Lengjudeildinni og komust heimamenn yfir snemma leiks með marki frá Nacho Gil eftir góða sendingu frá Vladimir Tufegdzic.

Leikurinn einkenndist af votum velli þar sem erfitt var að spila boltanum meðfram jörðinni eins og má sjá hér neðst í fréttinni.

Leikurinn var nokkuð bragðdaufur og bættist ekki annað mark við fyrr en í síðari hálfleik þegar Viktor Júlíusson tvöfaldaði forystu heimamanna með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu.

Meira var ekki skorað og niðurstaðan 2-0 sigur Vestra eftir furðulegan fótboltaleik sem minnti helst á mýrarbolta.

Vestri er fimm stigum frá toppbaráttunni eftir sigurinn en öll lið í kring eiga leik til góða. Leiknir er áfram í harðri fallbaráttu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner