Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 20. september 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham undirbýr 30 milljón punda tilboð í Lingard
Powerade
Mynd: Getty Images
Sidibe spilaði 25 úrvalsdeildarleiki að láni hjá Everton á síðustu leiktíð.
Sidibe spilaði 25 úrvalsdeildarleiki að láni hjá Everton á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Í dag er áhugaverður fótboltasunnudagur og að sjálfsögðu er slúðrið á sínum stað. Hér fyrir neðan má finna slúður um Lingard, Rice, Ndombele, Mendy, Wijnaldum og fleiri.


Tottenham vill kaupa Jesse Lingard, 27 ára miðjumann Man Utd, fyrir 30 milljónir punda. (Star)

West Ham hefur sagt Chelsea að miðjumaðurinn efnilegi Declan Rice, 21, sé ekki til sölu. (90min)

Sevilla hafnaði 55 milljón evra boði frá Man City í franska miðvörðinn Jules Koundé, 21. (Marca)

Chelsea er að ganga frá kaupum á Edouard Mendy, 28 ára markverði Rennes. Þjálfari Rennes staðfesti þetta í gær. (Observer)

Barcelona getur ekki keypt Georginio Wijnaldum, 29 ára miðjumann Liverpool, vegna fjárlaga spænsku deildarinnar. (Mirror)

Wolves hefur áhuga á Alex Oxlade-Chamberlain, símeiddum 27 ára miðjumanni Liverpool. (Mirror)

Leeds United ætlar að reyna að krækja í Daniel James, 22, ef hann missir sæti sitt í leikmannahópi Man Utd. (Star)

Valencia ætlar að bjóða 6 milljónir punda í Sergio Romero, 33 ára markvörð Man Utd og argentínska landsliðsins. (Mirror)

Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, segir að Arsenal tími ekki eða eigi ekki efni á að kaupa Houssem Aouar, 22 ára miðjumann Lyon. (Goal)

Tanguy Ndombele, 23, hefur ákveðið að vera áfram hjá Tottenham eftir að hafa rætt við Jose Mourinho. Inter og Juventus voru meðal áhugasamra félaga enda flottur miðjumaður. (L'Equipe)

Andrea Pirlo segir ólíklegt að Luis Suarez, 33, geti komist til Juventus áður en glugginn lokar. Það er vegna vegabréfsvandræða. (Football Italia)

Juve ætlar að ná aftur í Moise Kean, 20, frá Everton á lánssamningi með kaupmöguleika. (Goal)

James Rodriguez, 29, fór frítt frá Real Madrid til Everton samkvæmt fyrrum félagi hans í Argentínu, Banfield. (Times)

West Ham leiðir kapphlaupið um Djibril Sidibe, 28 ára hægri bakvörð Mónakó. Newcastle og Wolves hafa einnig áhuga. (90min)

Ronald Koeman hefur sagt við miðjumann sinn Riqui Puig, 21, að hann ætti að leita sér að nýju félagi til að fara á láni til. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner