Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 20. september 2023 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Höfum fulla trú á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Ánægður að ná í stig og sérstaklega eftir að vera 2-0 undir í hálfleik en ég er eiginlega fúll að við höfum ekki tekið öll þrjú en kannski til full mikils ætlast." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld.

„Liðið sýndi mikinn karakter, vilja og hafði trú á verkefninu þrátt fyrir höggið í fyrri hálfleiknum að lenda 2-0 undir að þá stigum við upp í síðari og héldum áfram og gerðum vel í að jafna." 

„Ef maður tekur mörkin út fyrir sviga sem er annarsvegar hornspyrna sem að við erum búnir að sjá Víkinga skora úr margoft og vita hvernig við áttum að dekka og að gefa þeim mark eins og við gerðum í fyrri leiknum á KR vellinum þar sem að senterinn þeirra skorar í tómt markið þar sem við erum að reyna senda boltann tilbaka að þá fannst mér leikurinn jafn og mér fannst við ekkert síðri en þeir og mér fannsti við betri en þeir í síðari hálfleik og auðvitað þurfum við að skora tvö mörk og það var smá brekka en mér fannst við spila frábæran síðari hálfleik."

KR hafa ekki mikið verið nefndir í baráttunni um Evrópusæti en stigið í kvöld gaf þeim sjálfstraust fyrir þá baráttu.

„Við klúðruðum tveim stigum í síðustu umferð á móti ÍBV á síðustu mínútu og ef það hefði ekki gerst þá værum við jafnir FH og Stjörnunni að fara inn í þessa úrslitakeppni, misstum tvö stig þar, missum tvö stig núna á meðan FH vinna og það er töluvert langt þarna upp í bæði FH og Breiðablik en það eru 4 leikir eftir fyrir okkur eins og hin liðin. Öll bestu liðin í topp 6 sem eru þarna geta unnið alla og allir geta unnið alla þannig að það er alveg möguleiki í stöðunni við allavega tökum fullt með okkur úr þessum leik sem er jákvætt og við höfum fulla trúa á því að við getum farið þarna upp og barist um þessi Evrópusæti sem að eru í boði og við ætlum að reyna það." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner