Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   mið 20. september 2023 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Höfum fulla trú á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Ánægður að ná í stig og sérstaklega eftir að vera 2-0 undir í hálfleik en ég er eiginlega fúll að við höfum ekki tekið öll þrjú en kannski til full mikils ætlast." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld.

„Liðið sýndi mikinn karakter, vilja og hafði trú á verkefninu þrátt fyrir höggið í fyrri hálfleiknum að lenda 2-0 undir að þá stigum við upp í síðari og héldum áfram og gerðum vel í að jafna." 

„Ef maður tekur mörkin út fyrir sviga sem er annarsvegar hornspyrna sem að við erum búnir að sjá Víkinga skora úr margoft og vita hvernig við áttum að dekka og að gefa þeim mark eins og við gerðum í fyrri leiknum á KR vellinum þar sem að senterinn þeirra skorar í tómt markið þar sem við erum að reyna senda boltann tilbaka að þá fannst mér leikurinn jafn og mér fannst við ekkert síðri en þeir og mér fannsti við betri en þeir í síðari hálfleik og auðvitað þurfum við að skora tvö mörk og það var smá brekka en mér fannst við spila frábæran síðari hálfleik."

KR hafa ekki mikið verið nefndir í baráttunni um Evrópusæti en stigið í kvöld gaf þeim sjálfstraust fyrir þá baráttu.

„Við klúðruðum tveim stigum í síðustu umferð á móti ÍBV á síðustu mínútu og ef það hefði ekki gerst þá værum við jafnir FH og Stjörnunni að fara inn í þessa úrslitakeppni, misstum tvö stig þar, missum tvö stig núna á meðan FH vinna og það er töluvert langt þarna upp í bæði FH og Breiðablik en það eru 4 leikir eftir fyrir okkur eins og hin liðin. Öll bestu liðin í topp 6 sem eru þarna geta unnið alla og allir geta unnið alla þannig að það er alveg möguleiki í stöðunni við allavega tökum fullt með okkur úr þessum leik sem er jákvætt og við höfum fulla trúa á því að við getum farið þarna upp og barist um þessi Evrópusæti sem að eru í boði og við ætlum að reyna það." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner