Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   mið 20. september 2023 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, var vonsvikinn með dómgæsluna í 1-0 tapinu gegn Vestra í umspili Lengjudeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Fjölnismenn mættu á Ísafjörð og vildu halda 'núllinu', en Vestri var með aðrar hugmyndir og vann með marki Silas Songani í fyrri hálfleiknum.

„Jafn leikur sem gat dottið báðum megin. Einn 'cross' sem Silas gerir helvíti vel að koma honum réttum megin við stöngina, en annars lokaður leikur og 0-0 hefði verið sanngjörn úrslit, en þeir náðu inn einu og það er hálfleikur í þessu einvígi og við erum bara brattir fyrir seinni leiknum.“

„Halda núllinu og taka fáa sénsa. Menn geta kallað þetta væl ef þeir vilja, en það er bara gríðarlega erfitt að spila með jörðinni á þessum velli og við brenndum okkur svakalega á því fyrir þremur vikum síðan og við ætluðum bara að passa markið okkar og reyna halda hreinu. Jafntefli hefði verið fínt og 1-0 er allt í lagi að vera undir í hálfleik þegar við eigum seinni leikinn eftir á heimavelli,“
sagði Úlfur við Fótbolta.net.

Úlfur lýsti vonbrigðum sínum með dómgæsluna í leiknum. Hann vildi fá hendi, víti og rautt spjald á varnarmann Vestra á 60. mínútu leiksins. Taldi hann það fremur augljóst og segir þetta ólýsanlega pirrandi.

„Þessi leikur hefði að öllum líkindum farið jafntefli eða sigur fyrir okkur ef það hefði verið dæmt víti og rautt spjald þegar hann bjargar með hendi, varnarmaðurinn hjá þeim á 60. mínútu. Ég hugsa að þetta hafi verið 'reflex', en veit ekki hvort hann gerði þetta viljandi. Hann lyftir bara hendinni upp fyrir höfuðið á sér og tekur hann með hendinni. Ég skil ekki hvernig aðstoðardómari tvö og dómarinn sjá þetta ekki. Aðstoðardómari tvö er í beinni línu við þetta og maður er ný búinn að horfa á þennan bikarúrslitaleik og þetta er bara ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök. Þetta hefur gríðarleg áhrif á þetta einvígi að sleppa því að dæma víti og rautt spjald.“

Er dómari eftir í bransanum sem þorir að dæma hendi víti?

„Hugsanlega ekki. Við stjórnum þessu ekki og erum ekki sáttir, en vildum taka jafnteflið. 1-0 er allt í lagi í hálfleik, erum öflugir á heimavelli.“

Hann býst við allt öðruvísi leik á Extra-vellinum á sunnudag.

„Það verður allt öðruvísi. Það finnst öllum best heima hjá sér, en við erum með helvíti góðan völl og getum sýnt okkar réttu liti á heimavelli,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner