Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 20. september 2023 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, var vonsvikinn með dómgæsluna í 1-0 tapinu gegn Vestra í umspili Lengjudeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Fjölnismenn mættu á Ísafjörð og vildu halda 'núllinu', en Vestri var með aðrar hugmyndir og vann með marki Silas Songani í fyrri hálfleiknum.

„Jafn leikur sem gat dottið báðum megin. Einn 'cross' sem Silas gerir helvíti vel að koma honum réttum megin við stöngina, en annars lokaður leikur og 0-0 hefði verið sanngjörn úrslit, en þeir náðu inn einu og það er hálfleikur í þessu einvígi og við erum bara brattir fyrir seinni leiknum.“

„Halda núllinu og taka fáa sénsa. Menn geta kallað þetta væl ef þeir vilja, en það er bara gríðarlega erfitt að spila með jörðinni á þessum velli og við brenndum okkur svakalega á því fyrir þremur vikum síðan og við ætluðum bara að passa markið okkar og reyna halda hreinu. Jafntefli hefði verið fínt og 1-0 er allt í lagi að vera undir í hálfleik þegar við eigum seinni leikinn eftir á heimavelli,“
sagði Úlfur við Fótbolta.net.

Úlfur lýsti vonbrigðum sínum með dómgæsluna í leiknum. Hann vildi fá hendi, víti og rautt spjald á varnarmann Vestra á 60. mínútu leiksins. Taldi hann það fremur augljóst og segir þetta ólýsanlega pirrandi.

„Þessi leikur hefði að öllum líkindum farið jafntefli eða sigur fyrir okkur ef það hefði verið dæmt víti og rautt spjald þegar hann bjargar með hendi, varnarmaðurinn hjá þeim á 60. mínútu. Ég hugsa að þetta hafi verið 'reflex', en veit ekki hvort hann gerði þetta viljandi. Hann lyftir bara hendinni upp fyrir höfuðið á sér og tekur hann með hendinni. Ég skil ekki hvernig aðstoðardómari tvö og dómarinn sjá þetta ekki. Aðstoðardómari tvö er í beinni línu við þetta og maður er ný búinn að horfa á þennan bikarúrslitaleik og þetta er bara ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök. Þetta hefur gríðarleg áhrif á þetta einvígi að sleppa því að dæma víti og rautt spjald.“

Er dómari eftir í bransanum sem þorir að dæma hendi víti?

„Hugsanlega ekki. Við stjórnum þessu ekki og erum ekki sáttir, en vildum taka jafnteflið. 1-0 er allt í lagi í hálfleik, erum öflugir á heimavelli.“

Hann býst við allt öðruvísi leik á Extra-vellinum á sunnudag.

„Það verður allt öðruvísi. Það finnst öllum best heima hjá sér, en við erum með helvíti góðan völl og getum sýnt okkar réttu liti á heimavelli,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner