Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mið 20. september 2023 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, var vonsvikinn með dómgæsluna í 1-0 tapinu gegn Vestra í umspili Lengjudeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Fjölnismenn mættu á Ísafjörð og vildu halda 'núllinu', en Vestri var með aðrar hugmyndir og vann með marki Silas Songani í fyrri hálfleiknum.

„Jafn leikur sem gat dottið báðum megin. Einn 'cross' sem Silas gerir helvíti vel að koma honum réttum megin við stöngina, en annars lokaður leikur og 0-0 hefði verið sanngjörn úrslit, en þeir náðu inn einu og það er hálfleikur í þessu einvígi og við erum bara brattir fyrir seinni leiknum.“

„Halda núllinu og taka fáa sénsa. Menn geta kallað þetta væl ef þeir vilja, en það er bara gríðarlega erfitt að spila með jörðinni á þessum velli og við brenndum okkur svakalega á því fyrir þremur vikum síðan og við ætluðum bara að passa markið okkar og reyna halda hreinu. Jafntefli hefði verið fínt og 1-0 er allt í lagi að vera undir í hálfleik þegar við eigum seinni leikinn eftir á heimavelli,“
sagði Úlfur við Fótbolta.net.

Úlfur lýsti vonbrigðum sínum með dómgæsluna í leiknum. Hann vildi fá hendi, víti og rautt spjald á varnarmann Vestra á 60. mínútu leiksins. Taldi hann það fremur augljóst og segir þetta ólýsanlega pirrandi.

„Þessi leikur hefði að öllum líkindum farið jafntefli eða sigur fyrir okkur ef það hefði verið dæmt víti og rautt spjald þegar hann bjargar með hendi, varnarmaðurinn hjá þeim á 60. mínútu. Ég hugsa að þetta hafi verið 'reflex', en veit ekki hvort hann gerði þetta viljandi. Hann lyftir bara hendinni upp fyrir höfuðið á sér og tekur hann með hendinni. Ég skil ekki hvernig aðstoðardómari tvö og dómarinn sjá þetta ekki. Aðstoðardómari tvö er í beinni línu við þetta og maður er ný búinn að horfa á þennan bikarúrslitaleik og þetta er bara ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök. Þetta hefur gríðarleg áhrif á þetta einvígi að sleppa því að dæma víti og rautt spjald.“

Er dómari eftir í bransanum sem þorir að dæma hendi víti?

„Hugsanlega ekki. Við stjórnum þessu ekki og erum ekki sáttir, en vildum taka jafnteflið. 1-0 er allt í lagi í hálfleik, erum öflugir á heimavelli.“

Hann býst við allt öðruvísi leik á Extra-vellinum á sunnudag.

„Það verður allt öðruvísi. Það finnst öllum best heima hjá sér, en við erum með helvíti góðan völl og getum sýnt okkar réttu liti á heimavelli,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner