Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. mars 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fórnuðu geit á æfingasvæði félagsins - „Meira eins og í bíómynd heldur en í fótbolta"
Rúnar Alex í leik með Alanyaspor
Rúnar Alex í leik með Alanyaspor
Mynd: Alanyaspor

„Þetta er þrælskemmtileg deild og gaman að spila þarna," sagði Rúnar Alex Rúnarsson landsliðsmarkvörður um tyrknesku deildina en hann leikur með Alanyaspor á láni frá Arsenal.


„Það eru blóðheitir stuðningsmenn og ef það er ekki komið mark eftir 10 mínútur á heimavelli þá er byrjað að púa á okkur og ef það er ekki komið mark á útivelli þá er byrjað að púa á okkur," sagði Rúnar.

Þá sagði hann að það væri margt skrítið sem hann hafði ekki lent í áður.

„Ég talaði við menn sem höfðu spilað í Tyrklandi og var undirbúinn því að það gætu komið upp einhver atriði sem væru meira eins og í bíómynd heldur en í fótbolta. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og skemmtilegt ár," sagði Rúnar.

„Óli Skúla talaði einhverntíman um að það var geit sem var fórnað fyrir leik. Ég lenti í því fyrir stuttu, það eru múslimar þarna og það var mætt með geit á æfingasvæðið og það var skrítið. Maður verður að bera virðingu fyrir þessu. Það er það skrítnasta sem ég hef lent í en það er æðislegt að búa þarna, gott fólk og ég hef í raun voða lítið neikvætt að segja um Tyrkland."


Athugasemdir
banner
banner
banner