Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 21. apríl 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Bernardo Silva tekur undir með Guardiola - „Þetta er ekki sanngjarnt“
Mynd: Getty Images
Hetja Manchester City í enska bikarnum, Bernardo Silva, tekur undir með stjóra sínum, Pep Guardiola, varðandi leikjaálag og segir það ekki sanngjarnt gagnvart liðinu.

Bernardo sá til þess að Man City færi í úrslit annað árið í röð með marki undir lok leiks í 1-0 sigrinum gegn Chelsea í gær.

Eftir leikinn kvartaði Pep Guardiola yfir því að liðið hafi þurft að spila á laugardegi, aðeins þremur dögum eftir að hafa spilað 120 mínútur gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.

Chelsea, Coventry City og Manchester United fengu öll næga hvíld fyrir undanúrslitin og óskaði Guardiola eftir því að Man City fengi að spila á sunnudeginum frekar.

Bernardo tekur í sama streng og kallar eftir breytingum.

„Líkamlega vorum við svo þreyttir. Við fengum tvo daga í hvíld á meðan Chelsea fékk fimm eða sex daga. Það er ekki sanngjarnt þegar þú hugsar út í það að við spiluðum 120 mínútur fyrir nokkrum dögum á meðan Chelsea eyddi fimm dögum heima til að hugsa um leikinn,“ sagði Bernando á heimasíðu Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner