Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
banner
   sun 21. apríl 2024 19:53
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er í skýjunum. Þetta var frábær leikur á móti öflugu Fylkisliði  sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir góðan 5 -1 sigur á Fylki í Akraneshöllinni í dag í þriðju umferð Bestu deildar karla. 


Lestu um leikinn: ÍA 5 -  1 Fylkir

Aðspurður hvort ekki hafi verið óþarfi að fá á sig mark í þessum leik sagði Jón Þór

Jú það segir sjálft. Arnleifur kemur inná og var frábær sóknarlega og er búinn að vera öflugur í vetur og núna það sem af er tímabili. Ég gerði misstök og henti honum inn í fjórfaldri skiptingu og hann fékk engan undirbúning þannig að ég þarf að taka þetta mark á mig. 

Ef við förum aðeins í gegnum leikinn, þið voruð ekkert að skapa ykkur mikið í fyrri hálfleik og þeir lágu svolítið á ykkur.

Jújú við skorum hérna frábært mark. Hinrik gerir frábært mark. Það vantaði herslumuninn upp á við kæmum inn fyrir þá. Þannig að ég er alls ekki sammála þér í því að við höfum ekki verið að ógna þeim þannig að ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. En það er rétt hjá þér að þeir voru meira með boltann en einu færin sem þeir skapa sér í leiknum er eftir klaufagang hjá okkur og mér fannst við vera með öll tök á leiknum í fyrri hálfleik en það er rétt hjá þér að það voru kaflar sem liðin skiptust á að sækja og Fylkir fékk að hafa boltann á svolítið löngum köflum en mér fannst þeir ekki ógna okkur. 

Umræðan síðustu daga um það að leikurinn fari fram inn í Akraneshöllinni hefur væntanlega ekki farið framhjá þér, hvernig horfir það við þér?

Mér finnst hún eðlileg að því leiti og upp að vissu marki en ég er búinn að fara á mjög marga leiki í þessum fyrstu umferðum í deildinni og margir þessara leikja eru leiknir við mjög slæmar aðstæður og þetta eru sannarlega ekki verstu aðstæðurnar sem við höfum spilað í og samt eru bara þrír leikir búnir. En auðvitað skilur maður umræðuna og í grunninn er þetta æfingahöll en við fengum grænt ljós á að spila fyrsta heimaleikinn á tímabilinu hérna fyrir framan okkar fólk og frábær umgjörð hérna fyrir utan og fullt af fólki sem hefur lagt hönd á plóg við að gera umgjörðina eins góða og mögulega hún getur orðið. Hún hefði aldrei verið það hérna út á velli, það er klárt. Við spiluðum út á velli í fyrra og það var bara hreinasta hörmung. 

Það er snjór á Akureyri, þeir eru ekki byrjaðir að grafa fyrir vellinum fyrir Vestan, Kórinn er grjótharður og þar að auki gerfigrasið ónýtt. Þannig að þegar þú byrjar mótið svona snemma og spilar svona seint fram í veturinn líka að þá er þetta því miður allt of margir leikir spilaðir við lélegar og ömurlegar aðstæður.

Myndir þú vilja sjá mótið byrja seinna?

Nei ég myndi vilja sjá það byrja fyrr! Spila þrefalda umferð og sleppa þessari úrslitakeppni og byrja fyrsta mars og búinn fyrsta september. 

Nánar er rætt við Jón Þór í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um komu Rúnars Más í ÍA og hvenær hann mun hugsanlega byrja að spila, Hinrik Harðarson ofl.  



Athugasemdir
banner
banner