Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákana
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 21. júlí 2019 18:52
Magnús Þór Jónsson
Andri: Náum ekki í fleiri stig ef leikmenn leggja sig ekki fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, annar þjálfara ÍBV var að sjálfsögðu svekktur í leikslok 0-3 taps á Wurthvellinum í dag.

"Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. +Ég segi ekki að leikurinn hafi verið búinn eftir kortér en þetta var strax orðin brekka."

Hvað var eiginlega í gangi fyrstu 15 mínúturnar?

"Það er rétt að þeir fengu mikinn tíma, við vorum nokkuð þéttir en það var samt hægt að spila aftur fyrir okkur og líka hægt að spila í gegnum okkur, það var bara eins og við værum í skuggaleik.  Ef ég vissi hvað fór úrskeiðis þá hefði ég öskrað það inná en ég veit ekki alveg hvað er að frétta hjá okkur."

Annað mark Fylkismanna kom á síðustu sekúndum hálfleiksins, upp úr föstu leikatriði, nokkuð sem skipti miklu máli fyrir leikinn.

"Við vorum bara nokkuð fegnir með að virðast vera að sigla bara 1-0 undir í lok fyrri hálfleiks.  Menn labba til baka, eru lengi að skila sér heim, kemur kross og klafs, mögulega hendi sem skiptir ekki öllu og mark.  Þetta eru svona simple grunnur að skila sér til baka og leggja smá á sig fyrir þann klúbb sem þú ert að spila fyrir þig.  Á meðan við höfum það ekki og erum í neðsta sæti með fimm stig þá segir það sig sjálft að það koma ekki fleiri stig ef menn ætla ekki að leggja sig fram."

Andri vill að leikmennirnir taki meiri ábyrgð.

"Það er ekki hægt að það séu ekki einhverjir litlir kallar á bekknum gargandi inná til að færa menn til í stöðum og búa til pepp.  Það verður að koma líka frá leikmönnunum sjálfum.

Nú verðum við að núllstilla, við erum enn að horfa á að þetta tímabil geti gengið upp.  Þetta liggur í næstu 4 - 5 leikjum"


Nánar er rætt við Andra í viðtalinu sem fylgir.



Athugasemdir
banner
banner