þri 21. september 2021 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deildabikarinn: Vel að verki staðið hjá Liverpool og Man City
Minamino skoraði tvö.
Minamino skoraði tvö.
Mynd: EPA
Liverpool breytti liði sínu heilmikið fyrir leikinn gegn Norwich í enska deildabikarnum í dag, en tókst samt sem áður að landa frekar sannfærandi sigri.

Takumi Minamino og Divock Origi sáu um markaskorun fyrir Liverpool í kvöld, í 3-0 sigri. Caoimhin Kelleher varði þá vítaspyrnu í stöðunni 1-0.

Minamino og Origi eru tveir leikmenn sem þurfa að fá sjálfstraust og því fá gott fyrir þá að skora.

Liverpool er komið áfram í næstu umferð, eins og Manchester City. Englandsmeistararnir byrjuðu illa á móti Wycombe Wanderers og lentu 1-0 undir. Kevin de Bruyne jafnaði metin fljótlega og eftirleikurinn var auðveldur fyrir City; lokatölur 6-1.

Jóhann Berg Guðmundsson var ónotaður varamaður í sigri Burnley á Rochdale en hér að neðan má sjá önnur úrslit kvöldsins í keppninni. Þrjú úrvalsdeildarfélög féllu úr leik; Norwich, Everton og Watford.

Brentford 7 - 0 Oldham Athletic
1-0 Marcus Forss ('3 , víti)
2-0 Marcus Forss ('16 )
3-0 Yoane Wissa ('38 )
4-0 Raphael Diarra ('43 , sjálfsmark)
5-0 Marcus Forss ('44 )
6-0 Marcus Forss ('60 )
7-0 Yoane Wissa ('87 )

Burnley 4 - 1 Rochdale
0-1 Jake Beesley ('47 )
1-1 Jay Rodriguez ('50 )
2-1 Jay Rodriguez ('60 )
3-1 Jay Rodriguez ('62 )
4-1 Jay Rodriguez ('77 )

Fulham 0 - 0 Leeds (Leeds vann í vítaspyrnukeppni)

Manchester City 6 - 1 Wycombe Wanderers
0-1 Brandon Hanlan ('22 )
1-1 Kevin de Bruyne ('29 )
2-1 Riyad Mahrez ('43 )
3-1 Phil Foden ('45 )
4-1 Ferran Torres ('71 )
5-1 Riyad Mahrez ('84 )
6-1 Cole Palmer ('89 )

Norwich 0 - 3 Liverpool
0-1 Takumi Minamino ('4 )
0-2 Divock Origi ('50 )
0-3 Takumi Minamino ('80 )

Preston NE 4 - 1 Cheltenham Town
1-0 Andrew Hughes ('25 )
2-0 Joe Rafferty ('37 )
2-1 Kyle Vassell ('56 )
3-1 Sean Maguire ('82 )
4-1 Emil Riis Jakobsen ('90 )

QPR 2 - 2 Everton (QPR vann í vítaspyrnukeppni)
1-0 Charlie Austin ('18 )
1-1 Lucas Digne ('30 )
2-1 Charlie Austin ('34 )
2-2 Andros Townsend ('47 )

Sheffield Utd 2 - 2 Southampton (Southampton vann í vítaspyrnukeppni)
1-0 Enda Stevens ('8 )
1-1 Ibrahima Diallo ('23 )
1-2 Mohammed Salisu ('53 )
2-2 Oliver McBurnie ('66 )

Watford 1 - 3 Stoke City
0-1 Nick Powell ('25 )
1-1 Ashley Fletcher ('61 )
1-2 Samuel Clucas ('80 )
1-3 Josh Tymon ('85 )

Wigan 0 - 2 Sunderland
0-1 Nathan Broadhead ('26 )
0-2 Luke O'Nien ('54 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner