banner
   sun 22. mars 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirmaður læknaráðs FIFA: Stofna lífum í hættu með að byrja í maí
Mynd: Getty Images
Michel D'Hooghe, yfirmaður læknaráðs FIFA, er ekki sammála ákvörðun knattspyrnusambanda víða um Evrópu sem stefna á að hefja keppni aftur um miðjan maí.

D'Hooghe telur fótboltaheiminn þurfa að bíða lengur til að ganga úr skugga um að veiran sé ekki lengur á sveimi.

Stjórnir stærstu deilda Evrópu vilja ólm klára tímabilið enda gríðarlegir fjármunir í húfi.

„Ef þú ætlar að byrja keppni um miðjan maí þá þarftu að byrja að æfa tveimur eða þremur vikum fyrr. Það er alltof snemmt. Ég get ekki sagt hvenær er raunhæft fyrir fótboltaheiminn að fara aftur af stað, þetta er ótrúlega erfið spurning því enginn veit hvenær útbreiðsla veirunnar mun ná hámarki," sagði D'Hooghe.

„Þó að lið spili fyrir luktum dyrum þá er gríðarlega mikið af starfsfólki sem er í beinum samskiptum við leikmenn og þarf að snerta þá til að sinna vinnunni sinni. Svona hegðun þurfum við að forðast ef við viljum stöðva smitin.

„Að mínu mati stofnar þessi ákvörðun lífum fólks í hættu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner