Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 22. apríl 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram lagði FH á dögunum.
Fram lagði FH á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Þórsvelli í Vestmannaeyjum.
Frá Þórsvelli í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - DGM
„Bara ágætlega. Þeir slógu okkur reyndar út í fyrra og við eigum harma að hefna," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, við Fótbolta.net í dag.

Fram mætir KA á Akureyri í bikarnum. „Bikarinn er bara eins og hann er. Við stjórnum því ekki hvar við lendum. Það er gaman að fara norður, alltaf gott að spila þar. Við hlökkum til."

„Það vilja allir fá heimaleik, en bikarinn er bara svona og við tökum því bara sem kemur."

Fram fór með sigur af hólmi gegn FH í 32-liða úrslitum bikarsins og þeir mæta öðru liði úr Bestu deildinni núna í 16-liða úrslitunum.

„Eftir að hafa séð hann aftur, þá erum við flottir í fyrri hálfleik. Við gefum aðeins eftir í síðari og erum í sjálfu sér heppnir að hafa landað sigri. Við hefðum kannski getað skorað fleiri í fyrri hálfleik. Það er sigurinn sem skiptir máli og fullt af jákvæðum punktum, en líka margt sem við getum lagað."

Síðustu dagar hafa verið góðir fyrir Fram; þeir unnu sigur á Breiðabliki í deildinni og lögðu svo FH í bikarnum.

„Það er rosa gaman þegar það gengur vel, en þetta er fljótt að breytast. Við verðum að halda okkur við efnið og halda áfram að gera réttu hlutina. Við þurfum að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum sigri og að vera þetta lið sem við höfum verið í síðustu tveimur leikjum. Við megum ekki fara að slaka á og halda að við séum svakalega góðir. Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir. Við ætlum að reyna að verða það," sagði Rúnar.

Þeir eru vel skipulagt lið
Fram mætir ÍBV í deildinni á sumardaginn fyrsta. Sá leikur fer fram á Þórsvelli þar sem Vestmannaeyingar unnu frábæran 3-0 sigur á Víkingum í bikarnum núna á dögunum.

„Við horfðum á ÍBV sigra Víkinga glæsilega í bikarnum. Þeir eru með hörkulið. Ég hef séð þá tvisvar í sumar og þeir eru vel skipulagt lið," sagði Rúnar.

„Það er alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja. Veðurspáin er ekkert sérstök. Við þurfum að bíða og sjá hvernig vindar blása. Það spáir slatta af metrum á fimmtudaginn og maður þarf að leggja leikinn upp með það að leiðarljósi líka."

Gerir 3-0 sigur ÍBV á Víkingum þig stressaðan fyrir komandi leik?

„Nei, alls ekki. Það var bara gott að ÍBV vann. Mér fannst þeir spila vel á móti Víkingi í deildinni í fyrstu umferð. Það er mjög gott skipulag á liðinu og maður sá það líka á móti Aftureldingu. Þeir eru vel mannaðir með góðan skipulagðan varnarleik og þegar þeir fara fram, þá eru þeir með markvissar góðar sóknir. Það verður gaman að sjá hversu langt Láki er kominn með liðið," segir Rúnar sem er spenntur að fara til Eyja.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner