Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. maí 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Barcelona í viðræðum um Maxi Gomez
Maxi Gomez.
Maxi Gomez.
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar segja að Barcelona og Celta Vigo séu í viðræðum um úrúgvæska sóknarmanninn Maxi Gomez.

Barcelona vill fá Gomez en hann skoraði 17 mörk í La Liga á sínu fyrsta tímabili í Evrópuboltanum.

Hann hefur fengið nokkra gagnrýni að undanförnu en hann hefur aðeins skorað fjögur mörk í átján síðustu leikjum og hefur saknað Iago Aspas sem hefur verið að glíma við meiðsli. Aspas og Gomez hafa unnið vel saman.

Gomez hefur alls skorað 30 mörk í La Liga í 68 byrjunarliðsleikjum síðan hann kom frá Úrúgvæ 2017.

Leikmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner