Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. maí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það var nóg að gera og því notuðum við tvífara"
Notuðu vitlausa mynd þegar Jaap Stam var kynntur
Jaap Stam.
Jaap Stam.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Jaap Stam var í gær ráðinn þjálfari hjá Cincinnati FC í MLS-deildinni.

Hollendingurinn átti magnaðan knattspyrnuferil þar sem hann lék með felögum á borð við Manchester United, Lazio, Milan og Ajax auk þess sem hann lék með hollenska landsliðinu en hann fór út í þjálfun eftir ferilinn.

Hann hefur stýrt PEC Zwolle, unglinga-og varaliði Ajax, Reading og nú síðast Feyenoord. Hann hætti með Feyenoord í október og hefur síðan þá leitað sér að nýju félagi en hann hafði verið í viðræðum við Cincinnati í nokkrar vikur.

Það vakti athygli þegar Cincinnati tilkynnti Stam á samfélagsmiðlum því félagið notaði mynd af vitlausum manni. Maðurinn var óneitanlega líkur Stam, sem hafði gaman að þessu.

„Gærdagurinn var erfiður og það var nóg að gera þannig að við ákváðum að nota tvífara," sagði Stam léttur.

Þess má geta að maðurinn sem er svona líkur Stam er Tinus van Teunenbroek, sem er þjálfari í hinni frægu akademíu Ajax í Hollandi.

Athugasemdir
banner
banner