Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus á Ítalíu, viðurkenni að argentínski leikmaðurinn Lionel Messi hafi gert hann að betri leikmanni.
Þessir mögnuðu leikmenn hafa báðir unnið verðlaunin sem besti leikmaður heims í fimm skipti en mikil samkeppni var á milli þeirra er Ronaldo spilaði hjá Real Madrid á meðan Messi leikur enn með Barcelona.
Messi hefur gert 603 mörk í 687 leikjum á meðan Ronaldo er með 601 mark í 806 leikjum en Ronaldo viðurkenni að Messi hafi gert sig að betri leikmanni.
„Ég dáist að ferlinum sem hann hefur átt en hann hefur nú þegar talað um vonbrigðin að ég hafi yfirgefið Spán og ég kunni mikið að meta þennan ríg," sagði Ronaldo.
„Þetta var góður rígur en ekki einstakur. Michael Jordan var alltaf í samkeppni í körfuboltanum og svo var það Ayrton Senna og Alain Prost í formúlunni en þetta var allt mjög heilbrigt."
„Ég er viss um að Messi hafi gert mig að betri leikmanni og öfugt," sagði Ronaldo í lokin.
Athugasemdir