Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
   fim 22. ágúst 2024 14:49
Elvar Geir Magnússon
Uppselt á Evrópuleik Víkings
Uppselt vegna vinsælda.
Uppselt vegna vinsælda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í Víkinni í kvöld.

Víkingur hefur tilkynnt að það sé uppselt á leikinn, færri komast að en vilja.

Víkingar geta orðið annað íslenska karlaliðið til að leika í deildarkeppni (áður riðlakeppni) í Evrópu, en Breiðablik náði þessum merka áfanga á síðustu leiktíð.

Leikurinn fer fram í Víkinni og hefst klukkan 18:00. Hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net en Þorsteinn Haukur Harðarson verður á vellinum.

„Þetta er risastór leikur fyrir félagið, fyrir leikmennina og stuðningsmennina. Við ætlum að standa okkur vel. Undirbúningurinn hefur verið mjög góður og við höfum horft á mikið af myndböndum eins og við gerum alltaf. Núna er það undir leikmönnunum komið að vera 100 prósent og skila góðri frammistöðu," sagði Nikolaj Hansen fyrirliði Víkings í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Hér að neðan má sjá samantekt á fréttum í aðdraganda leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner