Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eze léttur á æfingu og svaraði fréttamanni
Eberechi Eze.
Eberechi Eze.
Mynd: EPA
Eberechi Eze ákvað að fylgja ekki í fótspor Alexander Isak og Yoane Wissa sem eru í verkfalli hjá sínum félögum. Isak og Wissa vilja fara í stærri félög en hafa ekki fengið ósk sína uppfyllta hingað til.

Eze hefur verið sterklega orðaður við Tottenham síðustu daga og var fyrr í sumar orðaður við Arsenal. Hann hefur hins vegar alltaf uppfyllt skyldur sínar gagnvart Crystal Palace og ekkert verið að ýta á það að vera seldur.

Líklegt er að Eze muni enda hjá Tottenham en hann var hress og kátur á æfingu í morgun.

Gary Cotterill, fréttamaður Sky Sports, var mættur á æfingu hjá Palace í morgun og var þar að fjalla um Eze og áhugann á honum. Eze svaraði honum á léttu nótunum og sagði honum bara að slaka aðeins á.

Marc Guehi, sem hefur verið orðaður við Liverpool, var líka á æfingunni og segir Oliver Glasner stjóri Palace að þeir muni báðir byrja gegn Fredrikstad í umspili fyrir Sambandsdeildina á morgun.


Athugasemdir